Elín Agla

Móðir. Þjóðmenningarbóndi. Heimspekingur. Kennari. Veislustjóri / Mother. Vernacular Culture Farmer. Philosopher. Teacher. Feast conductor.

https://www.karolinafund.com/project/view/3939


Elín Agla, æviferill.  


Þegar allt er dregið saman, horft yfir farinn veg, lífið vegið og hugmyndir og vangaveltur fléttaðar í eitt, þá er niðurstaðan svo augljós; þjóðmenningarbýlið Þetta Gimli. 


Og sem betur fer er niðurstaðan líka upphaf, upphafið að nýju verkefni og nú með þessum sérdeilis vel gerða, fróða og skemmtilega geðhjúkrunarfræðingi. Þetta getur varla klikkað! Menningarbylting og veisluhöld í bland, og allt til að næra lífið og færa okkur í átt að meiri samhljómi. Mic drop.


Þessi hugmynd að yrkja þjóðmenningu sem menningarlegan aktífismi og lífsafstöðu kviknaði í Stóru-Ávík í Trékyllisvík sumarið 2014. Ég hafði heyrði útundan mér af undrun fólks yfir því að þangað hafði ég flutt aftur eftir að hafa búið þar og starfað sem skólastjóri í Finnbogastaðaskóla á árunum 2007 til 2010. 


Ég hafði engan starfstitil þetta sumarið, hafði ákveðið að sleppa því að klára masters verkefnið í umhverfis- og auðlindafræði, þar sem menningarleg sjálfbærni Árneshrepps var viðfangsefnið. Ég taldi það miklu betri hugmynd að flytja þangað aftur, með blessað fimm ára barnið. Ég hætti alveg að nota þetta hugtak menningarleg sjálfbærni en fór að hugsa um og reyna að rækta lifandi þjóðmenningu í hversdagslífinu. Það er að mínu vita það að lifa lífinu í tengslum við menningu staðarins, í samhengi við undangengnar kynslóðir, og fyrst og fremst að rækta eins og ég get lifandi samband við náttúru og staðinn í heild.


Og þá henti ég þessu fram í hálfgerðu bríaríi og sagði við nágrannana að þau mættu bara segja öllum sem spyrðu að ég væri þjóðmenningarbóndi. Það undarlega sem svo gerðist var að fólk fór að nota þetta eins og um alvöru starf væri að ræða, sýndi því forvitni og áhuga og var mér meira að segja boðið af vini mínum og bónda þar í sveit að sitja fund með bændunum í sveitinni og sláturfélaginu, þar sem ég væri líka bóndi sagði hann!


Á þessu sama ári og ég flutti aftur í Árneshrepp hóf ég nám í Orphan Wisdom School í Kanada, nám sem ég stunda enn tvisvar til þrisvar á ári, á sveitabæ undir forystu Stephen Jenkinson sem er guðfræðingur, félagsfræðingur, helgisiðameistari, menningar aktífisti og rithöfundur.


Það sem ég hef klárað með prófgráðu er grunnpróf í heimspeki frá Háskóla Íslands þar sem ég hreifst mest af Emerson, Thoreau og Nietzsche. Ritgerðin mín bar titilinn Leitin að öðrum og heimspekilegri gæðum. Og þeirra hef ég leitað æ síðan og á mörgum miðum. Eins og sagði starfaði ég sem skólastjóri og kennari og tók seinna þátt í að búa til Sveitaskólann fyrir börn á Ströndum. Ég hef líka kennt búddíska hugleiðslu og búið í slíku klaustri á Englandi þar sem ég steypti stórar búdda styttur á milli þess sem ég las þá miklu heimspeki og hugleiddi í bland. Svo kláraði ég næstum umhverfis- og auðlindafræðina á masterstigi, en ekki alveg, en ég fékk í staðinn að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa á stað þar sem átök um fyrirhugaða virkjun klýfur samfélag í herðar niður. Ég er mjög góð á lyftara þó ég segi sjálf frá og vann í nokkur sumur sem löndunarstjóri í Norðurfjarðarhöfn. 


Ég hef líka séð um hina ýmsu viðburði, til dæmis skipulagt fimm daga skólalotu í Trékyllisvík þar sem áttatíu manns komu frá Bretlandseyjum til að stúdera Bjólfskviðu. Það var mjög gaman, vægast sagt. Ég skipulagði líka sútunarnámskeið þar og fleiri viðburði. Mongólska tjaldið var keypt með hjálp Byggðastofnunar til að stuðla að jákvæðri byggðaþróun þar í sveit og var sett upp í Nátthaganum á Seljanesi í góðu skjóli kletta og landeiganda. Þar voru ýmsir viðburðir en þeir sem standa upp úr voru heiðursveisla fyrir konur fyrra sumarið og heiðursveisla fyrir karla það seinna. Eða kannski var toppurinn á þessu öllu þegar hollensk listakona handþeytti eggjahvítur í marens sem svo var hægeldaður á viðarkamínunni í tjaldinu í marga marga klukkutíma. Það var besti marens sem ég hef nokkru sinni bragðað.


Ég er sjálf kannski stoltust af því að hafa búið marga marga vetur í Árneshreppi og eignast þar mikið af góðum vinum og fengið að ganga inn í þá lifandi menningu sem þar er enn við lýði, menningu sem er svo sterklega bundin fortíðinni að þjóðarsálin á þar skjól þegar mikið liggur við.


Hæfileikar mínir felast fyrst og fremst í að hafa áhuga og nennu til að liggja yfir kerfum og munstrum og greina það sem á vantar. Eða að vilja helst sinna því sem mér finnst að vanti. Það vantaði skólastjóra í Finnbogastaðaskóla haustið 2007 þegar enginn nema ég sótti um það starf. Það vantaði líka löndunarstjóra í Norðurfjarðarhöfn og nú vantar þjóðmenningarbýli í höfuðborginni. 

Ég hef líka skrifað tvö kvikmyndahandrit í samvinnu við hina frábæru kvikmyndagerðarkonu Yrsu Roca Fannberg, Síðasta Haustið sem gerist í Árneshreppi og svo annað sem er í vinnslu í þessum skrifuðu orðum. Ég hef rétt ólokið eins árs námi til að kenna náttúruiðkun sem kallast Morning Altars með Day Schildkret, iðkun sem ég hef þýtt sem náttúru altari og verður að sjálfsögðu kennt í þjóðmenningarbýlinu.


Ég hef ástríðu fyrir þjóðmenningu sem á ekkert skylt með þjóðerniskennd eða nostalgíu. Mér finnst ég lánsöm að því leyti að ég er viss um að ég hef fundið það sem mér er ætlað að gera. Og fegin að leiðin að þeirri vissu var löng og snúin en svo einföld þegar litið er til baka.




English

Elín Agla´s bio



When all has been gathered, the life paths, ancestry and upbringing, culture, ideas and wonderings, learnings and experiences, the conclusion is This Gimli, A shelter for the Vernacular Soul. 


And what a blessing the conclusion is also a beginning, the beginning of this project which is now in the hands of both myself and the supremely well made, intelligent and fun psychiatric nurse. This can´t go wrong! A cultural revolution mixed with feasting old school style, and the whole shabang aimed at nourishing Life and gathering us in to each other, towards more harmony. Mic drop!


This idea to cultivate vernacular culture as a form of activism and life practise was born in Stóra-Ávík in Trékyllisvík in the summer of 2014. I had heard whispers from my neighbours that people were surprised and wondering about why I had moved back to this place after having lived and worked there as the head mistress of the elementary school 2007-2010.


That summer I had no job title to flaunt, I had made the decision not to finish my master´s thesis in Environmental science and natural resources, where I had planned to write about cultural sustainability in Trékyllisvík (Árneshreppur county). I had come to the conclusion that it would be more fruitful to move back there, with the blessed five year old child. I stopped using the concept of cultural sustainability and started to think about and practising cultivating a living vernacular culture in my day to day life, which to my mind means to live in accordance with the culture of place, in context and relationship with generations passed, to cultivate to my best ability a living relationship with the nature and place as a whole.


I told my neighbours at the time, half jokingly, that they could just tell those who were inquiring that my job was Vernacular farming. The strange thing then happened that people picked it up and started referring to me by that title, it seemed to capture their imagination, and when my friend and neighbour farmer invited me to the slaughter house meeting in the community hall with the other sheep farmers of the county, since i too was a farmer!


This same year that I had moved back to Árneshreppur against all the odds, I started going to Orphan Wisdom School in Canada, I school I´m still attending two to three times per year, at a farm under the guidance of Stephen Jenkinson, the founder of the school, MTS, MSW, an author, storyteller and culture activist. 

The formal degree that I have completed is a Bachelor in Philosophy from the University of Iceland where I was most taken with Thoreau, Emerson and Nietzsche. My thesis title was The Search for Different and Deeper Philosophical Values. And I´ve been conducting that search ever since in many different paths and places. As I mentioned I worked as a head misteress in the elementary school in Árneshreppur, where the total number of students was two! Later I participated in creating a Nature school for children in that place for children coming from elsewhere for a visit. I´ve taught buddhist meditation and lived in a buddhist monestary in England where I worked as a statue maker and studied their great philosophies in between the mediation sessions.

I nearly finished the masters degree in Environmental Science and Natural resources, but not quite. Instead I got to live through a small rural community in the North West of Iceland being torn apart by the conflict of wheter to put up a new hydro damn there or not.

I´m a really good fork lift driver, even though I say so myself. I worked as the harbor master in Árneshreppur for a few summers where I would weigh the cod coming to shore from around 30 small fishing boats, and enjoying the company of the fishermen.


I have organized a few events, for example five days of school session with Stephen Jenkinson where eighty people from the British Isles gathered to study Bewoulf. That was quit something, to understate it. I also organized a five day session of skin tanning with him also in Árneshreppur in conjunction with the community and farmers of the county. 

The mongolian yurt was bought a few years back with the help of an institute in Iceland named Byggðastofnun as a part of a project to enforce the community and help it survive. The reason my daughter and I have moved away from there to Reykjavík is that there were no other children left there, she was the last child, and school was closed a few years ago. But back then we put um the yurt in the Night pasture at Seljanes where she had good shelter from the cliffs and the courageous family of that land. There we had many events and gatherings but the two that stand up for me looking back are an honorary feast for women that was held the first summer and the summer after we had an honorary feast for men. 


I´m proud of my many winters in the remote and rural Árneshreppur, of the many deep friendships that were born there and that I was welcome into the living vernacular culture there that is still alive, a culture that is so strongly bound with the past that the Vernacular soul is sure to take shelter there in turbulent times.


My talents are probably most likely found in the relentless interest in studying systems, the whole of the thing, to see if I can find a missing link or something that might do with adjustments. Or the longing to do the jobs that I consider needed, or are in fact in need of a worker. There was a need for a head mistress/master in that elementary school in 2007 when no one else applied for it. There was also a need for a harbor master in Árneshreppur, and now there is a lack of a Vernacular Culture farmer in the capital area.

I´ve co written two documentary film scripts with the great film maker Yrsa Roca Fannberg, The Last Autumn which was filmed in Árneshreppur and another one that is in production as we speak. 

I´ve just about finished a year long practitioner training study with Day Schildkret of Morning Altars, a practise that will of course be taught in This Gimli.


I am most passionate about the practise of Vernacular Culture which has nothing to do with nationalism nor nostalgia. I see my self as most blessed and fortunate to have found what I´m meant to do. I´m glad that the road to hear was windy and challenging at times, and so straightforward and pleasant when looking back.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina