Karl Olgeirsson

  • Film Composer

Hæ! Ég er Kalli Olgeirs, tónlistarmaður. Ég fæddist 1972 og byrjaði nánast strax að guttla á gítar og búa til lög. Ég lærði aðeins á klassískan gítar í Tónskóla Sigursveins hjá Joseph Fung. Svo lærði ég á orgel í Orgelskóla Yamaha. Þar næst fór ég í klassískt píanónám og loks lærði ég á jazzpíanó. Þegar ég byrjaði í MH var ég þegar byrjaður að vinna fyrir mér sem hljómborðsleikari í hljómsveitum á borð við Mannakorn. Í skólanum settum við upp Rocky Horror Show og voru það mín fyrstu kynni af leikhúsinu.


Í dag hef ég unnið mikið í leikhúsum sem hljóðfæraleikari, höfundur og tónlistarstjóri, unnið í sjónvarpi og útvarpi sem dagskrárgerðarmaður, unnið sem tónlistarstjóri og útsetjari fyrir alls kyns stórtónleika, þar á meðal Frostrósir öll 12 árin sem þær gengu. Ég hef stjórnað upptökum á tugum hljómplatna og kem mikið fram sem hljóðfæraleikari. Ég starfræki píanótríó sem heitir Hot Eskimos, orgeltríó sem heitir Karl Orgeltríó, spila með hljómveitum eins og Buff og kem reglulega fram með kærustunni minni Siggu Eyrúnu. Ég samdi tónlist við Ófeigur gengur aftur og var tilnefndur til Eddu verðlauna fyrir þá frumraun í kvikmyndatónlist.


Ég hef samið lög sem ótal söngvarar hafa flutt, eins og Raggi Bjarna, Eivör, Sissel Kirkjebø, Páll Óskar, Stebbi Hilmars, Ragga Gröndal, Margrét Eir, Hera Björk, Sigga Beinteins, Bjarni Ara, Sigga Eyrún, Helena Eyjólfs, Rúnar Júl, Pálmi Gunnars og svo mætti lengi áfram telja.


41765959-03bf-4fdc-a4bd-82853219fc25.jpg

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina