Friðrik Sturluson

Friðrik Sturluson hefur verið bassaleikari Sálarinnar hans Jóns míns síðan 1998 og einnig spilað með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum. Hann hefur samið nokkra dægurlagatexta og fékk dellu fyrir sjómannalögunum eftir að kántrýhljómsveitin Klaufar hugðist gera hinni einu sönnu íslensku kántrýtónlist, íslensku sjómannalögunum, góð skil. En hljómsveitin lagði upp laupana áður en "Klaufar til sjós" varð að veruleika, en eftir sátu nokkrir sjómannatextar sem Friðrik var búinn að semja. Þeir fjölluðu um ýmsar hliðar sjómennskunnar og lífsins, gráar, bláar eða sólskinsbjartar. Eins og svo margt sem fer ofan í skúffu þá sóttu þessir textar á Friðrik og það endaði með því að hann sendi þá á nokkra góða vini sína og bað þá um að semja lög. Forskriftin var sú að tónlistin þyrfti að vera í anda gömlu sjómannalaganna, þ.e. þau máttu vera gamaldags. Guðmundur Jónsson, vinur Friðriks í Sálinni, brást að vonum vel við og varla var símtalinu við hann lokið þegar tíu úrvalslög frá honum poppuðu upp í pósthólfinu. Eins samdi Guðmundur Annas, söngvari Klaufanna, eitt lag, og tónskáldið Gunnar Þórðarsson töfraði enn eina perluna upp úr tónlistarlind sinni. Var þá komið gott safn frambærilegra laga og þegar Jóhann Sigurðarson tók síðan vel í að syngja þessi lög þá varð ekki aftur snúið. Tónleikar voru haldnir með úrvalsmönnum og fékk hljómsveitin nafnið "Flottasta áhöfnin í flotanum" eftir einu laginu. Nú er bara að klára þetta.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina