Inga Björk Ingadóttir

  • lyrist
  • Music therapist

a04ad972-3cf1-430c-91b7-46200f0b17da.jpg


Inga Björk Ingadóttir er tónskáld, lýruleikari og söngkona. Hennar aðalstarf er við músíkmeðferð og tónlistarkennslu í Hljómu Hafnarfirði. Inga Björk hefur frá unga aldri lifað og hrærst í tónlistinni. Hún byrjaði að syngja áður en hún talaði og nýtti hvert tækifæri sem gafst til að iðka og upplifa tónlist. Hún lærði á píanó og lauk burtfararprófi frá tónlistarskóla Kópavogs þar sem hún nam einnig tónsmíðar og tölvutónlist.

Hún hélt til náms í músíkmeðferð í Berlín árið 2001 og lauk þar námi 2006. Frá þeim tíma hefur hún sótt fjölda námskeiða og starfað að músíkmeðferð, tónlistarsköpun og kennslu hér heima og erlendis.

Þegar Inga Björk kynntist lýrunni við nám í Berlín, varð hljóðfærið að þungamiðju tónlistarsköpunar hennar.

Hún kemur reglulega fram með tónlistina sína hérlendis og erlendis og hefur m.a. samið tónlist fyrir leikverk, dansverk og brúðuleikhús í Þýskalandi.



9379189b-f359-4806-a28e-93180dd3864e.jpg

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina