Lilja Tryggvadóttir

  • Engineer

 "Hvernig ljóð skrifar þú?" Ekki nema von að fólk spyrji. Flestir sem vita hver ég er þekkja mig sem vélaverkfræðing, á kafi í skýrslum og skýrslugerð um jarðvarmaverkefni, arðsemi og verkefnastjórnun. Margir reyndar þekkja mig einnig sem bókaorm, ég er búin að elska bækur síðan ég man eftir mér. Allskonar sögur um ævintýri, drama, spennu, heima og geima. Kannski síst ævisögur, ég er að spara þær svolítið. Það kemur. Kannski :) Svo er vaxandi hópur yfir síðastliðin sex ár sem þekkir mig sem sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðinn ég er búin að bæta allskonar gullmolum í bókastaflann. Bækur um sjúkdóma, fíknivanda, geðrænan vanda og heimilisleysi. Bæði fræðibækur og einnig skáldsögur. Ljóðin mín eru nútímaljóð og svona úrvinnsluljóð, gerð til að skila tilfinningunni niður á blað og einnig til að reyna að skilja betur. Síðustu orðin í ljóðabókinni "Skugga mæra - skjáskot af jaðrinum" eru ekki ljóð, en samt eru þau einna mikilvægust og segja næstum allt.


Takk; Takk Konukot; Takk Frú Ragnheiður; Takk Rauði Krossinn og Rótin

Takk þú sem gafst þér tíma til að tala við mig; Takk þú sem stækkaðir sjóndeildarhring minn; Takk þú sem gafst af þér reynslu, þekkingu og innsýn; Takk þú sem treystir mér fyrir hjartasárunum þínum; Takk þú sem last yfir ljóðin mín; ...; Takk kærlega öll fyrir brosin; /L.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina