Elfar Þór Guðbjartsson

  • Writer/Director/Actor

Elfar Þór Guðbjartsson 29 ára nemi á handrit & leikstjórn í kvikmyndaskóla Íslands. Ég var sjómaður í mörg ár en ákvað svo að láta drauminn rætast og gerast kvikmyndagerðamaður. Draumur minn er að gera hrollvekju iðnaðinn þannig að minnst verður gefinn út ein hrollvekja á ár hér á Íslandi.


Ég las fyrstu Stephen King bókina mína þegar ég var 16 ára gamall en fyrir það hafði ég séð margar myndir eftir hann. Ég sá IT þegar ég var bara 9 ára gamall, hún skemmdi æsku mína þannig að ég er ennþá til daginn í dag hræddur við trúða. Ég las Misery þegar ég var 16 ára og heillaðist þar af því að bara með sterkum karakterum er hægt að segja góða sögu. Hjálpið mér að gera drauminn að raunveruleika ég verð ykkur ævinlega þakklátur.


Ég trúi að sjónvarp sé til þess að horfa á það sem gerist ekki í raunveruleikanum. Þess vegna er ég ótrúlega hrifinn af horror, sci-fi og superhero myndum. Realismi er alltaf skemtilegur líka en frá ungum aldri hefur ýmindunar aflið alltaf verið ríkjandi hjá mér og laðast ég meira af þannig gerð af myndum.



Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina