Sindri Páll Kjartansson

Sindri Páll Kjartansson er fæddur 1975 og bjó sín fyrstu 10 ár á Ísafirði. Fluttist þaðan í Kópavog þar sem hann kláraði æskuna ásamt því að vera í sveit á sumrin á Gilsbakka í Hvítársíðu. Vann sem verkamaður fyrstu starfsárin en færði sig fljótlega yfir í afþþreyingar "bransan" og vann í Þjóðleikhúsinu í 5 ár. Meðfram því starfaði hann sem umboðsmaður fyrir hljómsveitir og hélt úti föstum kvöldum á tónleikastaðnum Rósenberg (gamla, undir Tunglinu) Eftir það færði hann sig alfarið yfir í Dagskrárgerð og vann við það í ein 5 ár, eða þangað til 2004 er hann færði sig yfir í leikið efni og hefur unnið við það æ síðan sem bæði aðstoðarleikstjóri, framkvæmda og framleiðslustjóri.

Sindri á konu sem heitir Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn Ronju (á fjórða ári) og Andreu (4 mánuða). Sindri og Arnþrúður hafi vanið komur sínar á Flateyri í ein 10 ár og festu kaup á húsi þar í bæ fyrir 2 árum og hafa dvalið þar á milli vinnutarna en mest á sumrin. Sindri og Arnþrúður elska Vagninn.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina