Hálfdan Lárus Pedersen

  • Production Design

Hálfdan Pedersen er 45 ár Garðbæingur sem fengist hefur við allt mögulegt í gegnum árin. Árin 1989 til 1990 bjó hann í Tælandi og gekk þar í skóla. Náði hann góðu taki á málinu og starfaði um sinn sem túlkur eftir heimkomu til Íslands. Hálfdan gekk í Fjölbrautarskólann í Garðabæ þar til hann flutti til Californiu tvítugur að aldri, til að læra kvikmyndagerð við Columbia. Varði hann næstu tíu árum í Los Angeles og starfaði að námi loknu við leikmyndagerð með þekktustu ljósmyndurum og kvikmynda/auglýsingaleikstjórum þess tíma. Samkeppnin var hörð og aginn var mikill og var það að eigin sögn sú starfsreynsla sem reyndist honum hans mikilvægasti skóli.

Hálfdan hefur hannað leikmyndir fyrir fjölda kvikmynda og hundruði auglýsinga en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að hönnun veitingahúsa og hótela. Fjallað hefur verið um verk hans í vel yfir hundrað erlendum fjölmiðlum og prýða verkefni hans síður amk 5 stórra vandaðra erlendra bóka.

Hálfdan var enn búsettur í Los Angeles þegar hann steig fyrst fæti á Flateyri, árið 2003. Varð hann fyrir hugljómun og hefur Flateyri átt hug hans og hjarta allar götur síðan.

Hálfdan er einn af hugmyndasmiðum og stofnendum Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.

Sjá nánar á www.baulhus.com

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina