Sara Jónsdóttir

Sara starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands sem stjórnandi HönnunarMars, uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar, sem fram fer árlega í mars og verkefnisstjóri Hönnunarverðlauna Íslands. Hún nam markaðs- og hagfræði í Kaupmannahöfn, hvar hún bjó í 7 ár og rak meðal annars kynningarmiðstöð fyrir fatahönnuði. Sara er í stofnendahópi Skjaldborgar, hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði. Hún hefur starfað í auglýsingabransanum sem verkefnastjóri, og pródúsent en einnig við stíliseringu og leikmynd. Sara hefur hannað og innréttað veitingastaði, verslanir og skristofurými í Reykjavík, m.a. Brauð & Co. bakaríin. Sara og Hálfdan Pedersen vinna í samstarfi að ýmsum verkefnum t.d. við hönnun KEX hostel, hönnun húsgagna t.a.m. fyrir Dill, Lemon og KEX.

Sara Jónsdóttir er Reykvíkingur en hefur verið svokallaður sumarfugl á Flateyri síðustu 11 árin ásamt manninum sínum Hálfdani. Söru þykir afar vænt um Flateyri og Vagninn góða. Hún hlakkar til að vinna að uppbyggingu og eindurreisn staðarins í samstarfi við þennan öfluga hóp.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina