Jósep Gíslason

  • tónsmíðar
  • hljómborðsleikur
  • píanókennsla
  • leiðsögn

Jósep Gíslason er menntaður píanókennari og prentsmiður. Hann starfar sem vefritstjóri, tónlistarmaður, umbrotsmaður og leiðsögumaður til fjalla og jökla, bæði á Íslandi sem og á erlendri grundu.

Jósep hefur starfað við ýmislegt í tónlist; sem hljómborðsleikari, píanókennari, píanóleikari, við tónsmíðar, útsetningar, kórstjórn og hljómsveitarstjórn. Hann hefur samið ýmsa tónlist m.a. raftónlist, fyrir leikhús og kvikmyndir. Verkið Karnival skugganna kom út árið 2000 fyrir listahópinn Norðanbál þegar Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu og var verkið sýnt á framhlið Háskóla Íslands. Tónsmíðarnar Mánagull hafa verið vinsæl slökunartónlist fyrir ungabörn.

Jósep er meðlimur í listahópnum Norðanbál sem hefur séð um ýmsa listagjörninga og rekur listasetrið Gamla skóla í Hrísey.


Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina