María Viktoría Einarsdóttir

María er tónlistarkona og markþjálfi. Hún hefur gefið út nokkur lög á Spotify Rainy Rurrenabaque(2018) Ekkert eftir nema ég(2019) og kakólagið(2019)

María Viktoría Einarsdóttir er tónlistarkona, lagahöfundur, gítarleikari, söngkona, hún er einnig markþjálfi og hefur þá ástríðu að elfla sjálfa sig og aðra í átt að sínum styrkleikum og

sinni ástríðu. Hún hefur starfað mikið með börnum og unglingum bæði á Djúpavogi og Reykjavík. M.a unnið á frístundarheimilum, leikskólum kennt tónmennt, í grunnskóla og unnið í samtökunum Stelpur Rokka! Þar sem hún hefur kennt unglingsstelpum að spila á hljóðfæri og styrkja sjálfstraust sitt.

Hún hefur ferðast víða um heiminn spilað á götunum Evrópu, farið til Suður-Ameríku og Guatemala þar sem hún hefur lagt stund á jóga, hugleiðslu sem hefur hjálpað henni að skapa betra innra umhverfi, efla sjáfstraust, sjálsöryggi og sjálfsþekkingu. Hún sækir innblástur úr þeirri vinnu við gerð tónlistar sinnar og fær þaðan hvötina til að hvetja aðra til að íhuga að gera hið sama -í þeirri von um að hver og einn finni sína styrkleika og rækti þá, samhliða því að ryðja sér leið til góðrar félagslegar færni og hugrekkið sem þarf til vera sitt sannasta sjálf.  Hún hefur gefið út nokkur lög á Spotify


That's all right(2017): https://www.youtube.com/watch?v=iQpsD4Vi5w4


Rainy Rurrenabaque(2018) https://open.spotify.com/track/4rKZazxXwGPvIrPymkGk87?si=cdf3f655dc24436b


Ekkert eftir nema ég(2019) https://open.spotify.com/track/0OoyKtnDNkkLRml2Jnqdy4?si=2947356c1ab34531


Kakólagið(2019): https://open.spotify.com/track/64t8NsNkxv6AEEas8VgwMD?si=9bb5b29f0fa04504


Og vinnur að nýrri plötu fyrir haustið.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina