Guðmundur Magnússon

  • Kvikmyndagerðamaður
  • Sagnfræðingur

Garðurinn og Suðurnes eiga sér sína sögu á sama hátt og aðrir landshlutar. Sérstaðan þar er nálægð við sjó og nytjar hans. Þó hefur lengst af verið hófsemi í söfnun og skráningu sögu og sagna af mannlífi. Það felast mikil verðmæti í þeirri vinnu að grafa upp gamalt efni um Suðurnesin, halda því til haga og festa á filmu það sem gerist á líðandi stund. Slíkar upplýsingar eru og verða gulls ígildi þegar fram líða stundir. 

Þegar gamall maður deyr, deyr heilt bókasafn 

Guðmundur hefur frá unga aldri lagt rækt við söfnun og varðveislu heimilda og skráningu þeirra, einkum á formi myndmiðils. Efnið hefur hann lagt fram öðrum til skoðunar, fróðleiks og ánægju án endurgjalds. Þegar eru komnar minningar frá aðilum sem ekki eru lengur með okkur.






c8641116d7b6aa81b5da8b4bbbc849b7.jpg

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina