Hljómsveitin Kólga

Kólga leikur órafmagnaða alþýðutónlist (e. folk music) - bæði frumsamið efni sem og eigin útsetningar á annara lögum.

  • playing musical instrument
  • Lyrics
  • galdur

Þjóðlagasveitin Kólga var stofnuð haustið 2014. Hana skipa þau Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu, Magni Friðrik Gunnarsson á gítar, Jón Kjartan Ingólfsson á kontrabassa og Helgi Þór Ingason á harmoniku.

Tónlist Kólgu er þjóðlagaskotin en eins og hljóðfæraskipanin býður upp á eru í henni áhrif frá Írlandi, Austur Evrópu, Skandinavíu og Bandaríkjunum.

Aðalsmerki sveitarinnar er þó söngur. Allir meðlimir hafa reynslu af kórsöng og skiptast á að leiða sönginn auk þess sem töluvert er lagt upp úr raddsetningum.

Á efnisskrá er tónlist úr ýmsum áttum en segja má að helmingur tónlistar sé frumsaminn. Allir textar eru á íslensku og flestir eru þeir frumsamdir og úr smiðju sveitarinnar.

Hljómsveitin Kólga starfar af ástríðu og áhuga á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi. Sveitin æfir að jafnaði vikulega en nýtir þau tækifæri sem gefast til að koma fram opinberlega. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun hefur safnast töluvert efni og á árinu 2017 verður ráðist í upptökur og útgáfu á þessu efni.

Kólga was formed in late 2014. The members are Kristin Sigurjonsdottir fiddle / vocals, Magni Gunnarsson guitar / vocals, Helgi Thor Ingason accordion / vocals and Jon Kjartan Ingolfsson bass / vocals.

The music of Kólga is rooted in folk; a melting pot of Celtic music, Scandinavian and eastern European folk music, as well as American bluegrass. The members of Kólga share a background of choral singing - multipart harmonies are therefore a big part of the Kólga sound, where the members take turns in leading the vocals.

Kólga's repertoire comes from many sources, around half of the music are original compositions, the rest is covers. All songs are sung to original Icelandic lyrics - even the covers.

Kólga is driven by the passion for creating and performing music. They meet up weekly to work on new stuff and further polish their repertoire. Since Kólga was formed in 2014, quite a lot of tunes and lyrics have been written and in 2017 Kólga plans to release an album with a selection from the repertoire.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina