Bjarni Sighvatsson

Fjársöfnun vegna útialtaris á Esjubergi

Um sögufélagið

Sögufélagið Steini var stofnað í janúar 2010. Hugðarefni félagsins er að safna saman efni um örnefni, þjóðlegan fróðleik,fornminjar og sögu Kjalarness frá öndverðu til okkar daga og gera þæraðgengilegar. Starfsemi félagsins byggir á sjálfboðaliðastarfi félaga og einn aðalhvatamaður, aðstofnun þess, var Ásgeir Harðarson á Skrauthólum og fyrsti formaður var HrefnaSigríður Bjartmarsdóttir. Nafn félagsins er tileinkað minningu ástsæls kennaraí Klébergsskóla 1999-2009, Þorsteins Broddasonar, Steina. Hann var áhugasamurum sögu Kjalarness og dyggur stuðningsmaður hugmyndar um stofnun sögufélags áKjalarnesi. Hann sá meðal annars fyrir sér að örnefna hringsjá yrði sett upp áKlébergi sem nú er orðið að veruleika. Helstu verkefni félagsins hafa verið gerð fræðsluskilta við sögulega ogáhugaverða staði á Kjalarnesi og fræðslufundir og fyrirlestrar um ýmis þjóðlegog söguleg málefni, m.a. um keltnesk menningaráhrif landnámsmanna sem hingaðsigldu frá Bretlandseyjum.

Sögufélagið Steini á Kjalarnesisafnar 15.000 EUR fyrir Keltnesku útialtari á Esjubergi á Kjalarnesi.- Áfanga 2

Leggðu til 10 Evrur og þú færð nafn þittskráð sem velunnari verkefnisins á styrktarlista.

Leggðu til 25 Evrur og þú færð sendan 12sentímetra blessaðan kross og nafn þitt á styrktarlista.

Leggðu til 45 Evrur og þú færð senda tvo 12sentímetra blessaða krossa og nafn þitt á styrktarlista.

Leggðu til 60 Evrur og þú færð senda tvo 12sentímetra blessaða krossa og nafn þitt skráð á skilti við altarið þar semskráðir verða styrktaraðilar verkefnisins.

Leggðutil 85 Evrur og þú færð senda þrjá 12 sentímetra blessaða krossa og nafn þittskráð á skilti við altarið þar sem skráðir verða styrktaraðilar verkefnisins.

Leggðu til 105 Evrur og þú færð senda fjóra12 sentímetra blessaða krossa og nafn þitt skráð á skilti við altarið þar semskráðir verða styrktaraðilar verkefnisins

Leggðu til 250 Evrur og þú færð sendan 30 sentímetra blessaðan kross ognafn þitt skráð á skilti við altarið þar sem skráðir verða styrktaraðilarverkefnisins.

Leggðu til 400 Evrur og þú færð senda tvo 30 sentímetra blessaða krossaog nafn þitt skráð á skilti við altarið þar sem skráðir verða styrktaraðilarverkefnisins.

Kostnaðaráætlun

Áfangi 1.
Áætlaðurkostnaður 2.545 evrur
Raunkostnaðurvarð 1.990 evrur
Fjármagnað meðstyrkjum og gjöfum
Verklok voru íjúní 2016

Áfangi2.
Áætlaðurkostnaður kr. 23.475 evrur
Fjármögnun:
Styrkurfrá Kjalarnesprófastsdæmi kr. 8.475 evrur
Fjáröflun almennings í gegnum Karolina fund. kr. 15.000 evrur
Verklokáætluð í sept 2017.

Áfangi3.
Áætlaðurkostnaður kr. 10.550 evrur
Verklokáætluð 2018

Keltneskurkross á altarið-af hverju ?
Myndin sýnir keltneskan sólkross við klausturkirjuna á eyjunni helgu, Ionu, sem er ein SuðureyjaSkotlands. Krossinn er helgaður lærisveininum Jóhannesi. Sagnir herma að Örlygur Hrappsson, landnámsmaður, hafi komið frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi lílt og fleiri kristnir menn frá Bretlandseyjum. Krossar með hring um krossmiðju nefnast hring- eða sólarkrossar. Þeir einkenna keltneska kristni frá fornu fari. Þeir elstu, sem fyrirfinnast, eru taldir vera frá sjöttu öld. Hringformið vísar til sólar og himintungla og helgaðs rýmis á jörðu. Krossinn í hringnum gefur til kynna að Guð, er sólina hefur skapað og öll undur himins og jarðar opinberist, í Jesú Kristi sem fórnandi elska.

Altari að Esjubergi – af hverju ?

Hvaðan kemur sagan um kirkju á Esjubergi. Sagnir herma að kirkja hafi staðið á Esjubergi á Kjalarnesifyrir kristnitöku, um árið 900. ÍLandnámu (Sturlubók) segir að Örlygur Hrappsson hafi fengið frá Patreki Suðureyjabiskupi „kirkjuvið ok járnklukku ok plenárium ok mold vígða“ til aðnota í kirkju sem reisa skyldi þar hann næmi land og eigna hinum helga Kolumba.Örlygur reisti kirkju á Esjubergi á Kjalarnesi. („Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.“)

Þá er og getið um kirkju á Esjubergií Kjalnesingasögu frá 14. öld. „Þástóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið gera. Gaf þá engi maðurgaum að henni.“

Í kirknaskrá Páls Jónssonar, biskups,frá 1200, er getið kirkju á Esjubergi: „Kirkja at Esjubergi.“

Ekki er vitað hvar í landi Esjubergskirkjan stóð og næsta líklegt að skriðuföll hafi spillt vegsummerkum eftir hana. Sagnir eru um skriðuföll í Esju 17. og 19. öld sem breyttu ásýndjarðarinnar. Fornleifarannsókn fór fram á Esjubergi 1981 og mátu rannsakendur svo að skriður hefðu lagst yfir flestar minjar á Esjubergi sem þar hefðu staðiðfyrr á öldum og var svonefnd kirkjurúst þar meðtalin. Í rannsókninni fundust engar menjar umkirkju eða kirkjugarð á Esjubergi.

Hver er aðdragandi að gerð útialtarisins á Esjubergi ? Árið 1976 var flutt tillaga til þingsályktunar á kirkjuþingi um að rannsókn færi fram ákirkjugarðinum á Esjubergi til þess að grafast fyrir um dvöl papa á Íslandi fyrir norrænt landnám. Frá þeim tíma hafa ýmsir nefnt nauðsyn þess að sýna þessum söguarfi tilhlýðilega virðingu með áþreifanlegum hætti t.d. var lagt til á héraðsfundi Kjalarnesprófastsdæmis, 2008, að kirkja yrði reist á Esjubergi í fornkeltneskum stíl. Á aðalfundi Sögufélagsins Steina 2014 kom síðan fram tillaga að gerð útialtaris á Esjuberg með fylgjandi grunnteikningu.

Til hvers verður útialtarið. Altariðverður vígt að kristnum hætti sem helgidómur og minnismerki um kirkju Örlygs, þeirrar fyrstu sem getið er í ritheimildum að hafi verið reist á Íslandi. Undanfarin ár hafa helgistundir verið haldnar á Esjubergi í tengslum við Kjalarnesdaga í júnímánuði ár hvert og mun kristið helgihald eflaust aukast þarmjög við tilkomu altarisins.

Altarið verður hverjum heimilt til afnota sem til þess er bær og vill hafa þar um hönd kristna athöfn, t.d.skírn, hjónavígslu, helgistund, íhugunarstundir o.s.frv.

Helsti tilgangur með uppsetningu útialtaris og minnismerkis í landi Esjubergs er að vekja verðskuldaða athygli á merkum kristnum sögustað þar sem fyrsta kirkja á Íslandigæti hafa verið reist enda þótt engar menjar hafi um hana fundist. Esjuberg erí næsta nágrenni við einn fjölmennasta útvistarstað Reykvíkinga, Esjuna, ogsagt er að þar sé náttúran við borgarhliðið. Vel færi á að tengja þar samankirkjusögu og útivist með virkum og lifandi hætti. Kostur gæfist þar ákristinni trúariðkun úti í náttúrunni og margir munu eflaust kjósa að ganga í hjónaband eða bera börn sín til skírnar undir berum himni á þessum elsta þekktakirkjustað landsins.

Hver á altarið. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi. Starfsemin er samvinnuverkefni Sögufélagsins Steina og Brautarholtssóknar.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina