Rósa Ólafíudóttir

Rósa Ólöf Ólafíudóttir

Ábyrgðarmenn söfnunar: Rósa Ólöf Ólafíudóttir og Steingrímur B. Gunnarsson.

Mynd 1, Rósa Ólöf Ólafíudóttir

Mynd 2, Drög að bókakápunni, Kæra nafna.

Hér er á ferðinni ritverk, sem lýsir æviskeiði konu á 6. - 7. áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Bókin er skrifuð í bréfastíl þar sem sögumaður ávarpar barnabarn sitt. Hann lýsir uppvaxtarárum sínum, aðstæðum og kjörum. Við lýsinguna styðst hann við gögn opinberra yfirvalda s.s. barnaverndarskýrslur. Aðstæður og kjör sögumanns einkenndust af fátækt ofbeldi og misrétti. Sögumaður lýsir baráttu sinni á fullorðinsaldri við þögn og skömm vegna aðstæðna og atburða sem hann bar ekki ábyrgð á. Sagan fjallar ekki síst um baráttuna við að skila skömmunni og axla þá ábyrgð sem reynslan fól honum. Þar á meðal þeirri ábyrgð að standa með bróður sínum, frægum að endemum, útigangs- og síafbrotamanninum Lalla Johns. En sú glíma leiddi svo til þess að sögumaður ásamt fleirum opnuðu á vitneskju og opinbera umræðu um Breiðavíkurmálið, sem skók íslenskt samfélag.

Sagan er þroskasaga konu og lýsir glímu hennar við Guð, menn og sjálfa sig. Sagan lýsir einnig göngu hennar í gegnum lífið sem einstæðri móður og baráttu hennar og þrá eftir að veita börnum sínum betra líf en hún átti sjálf.

Sagan lýsir ferli valdeflingar frá vanmætti og skömm til hugrekkis og sigurs. Vissulega erfitt viðfangsefni en frásagnarmátinn hispurslaus og glettin.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina