Arndis Sigurgeirsdottir

Ég er stofnandi dýraverndunarfélagsins VILLIKATTA ásamt Olgu Perlu og stoltur formaður þess í dag.


Fædd í Reykjavík þann 11. október 1960. Uppalin að mestu í Kópavogi, (já! ég er Bliki), eða frá átta ára aldri, og bý þar ásamt konu minni, Báru sem er ljósmyndari. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og eigandi Bókabúðar Máls og menningar ásamt IÐU Zimsen bókakaffi.


Það að gera líf villikata betra veitir mér mikla gleði og réttlætir allar þær ótal stundir sem fara í þetta starf.

 

Það má segja að starf VILLIKATTA hafi farið af stað með ævintýralegum hraða og segir okkur að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Nú fjórum árum eftir að tvær konur fóru á (stake out í 101, á villikattarsvæði) þá höfum við skipulagðar deildir vaskra sjálfboðaliða sem skipta með sér verkum.

 

Það verður að segjast eins og er að villikettir eiga marga vini og hafa átt í áraraðir þar sem fólk hefur, hvert í sínu horni (hverfi), gefið þeim að borða. Við í VILLIKÖTTUM erum ekki að finna upp hjólið hvað þetta starf varðar en þegar fólk vinnur saman, fara hluirnir að gerast og við í VILLIKÖTTUM erum í hörku vinnustuði fyrir kisurnar okkar. 





Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina