Greppur Torfason

Analytic Philosopher

  • Logic
  • Epistemology

Ég ástunda meistaranám í heimspeki við Háskóla Íslands, og skilgreini mig sem rökgreiningarheimspeking.

Ég hef starfað sem forritari og kerfisfræðingur í yfir 30 ár, en minn stóri draumur hefur lengi verið sá að geta sinnt ritstörfum og útgáfu bóka sem takast á við heimspeki, rökvísi og þekkingarfræði með almennu orðfæri.

Um þessar mundir er ég að gefa út mína fyrstu bók, Daggar­marks­tilgát­una.
Bókin tekst á við hina upprunalegu hefð vestrænnar heimspeki, náttúruspekina í formi heimsfræði.

Í Daggar­marks­tilgát­unni eru grunnforsendur Mikla­hvells­kenn­ingar­innar gagnrýndar harkalega, og sett fram nýstárlegt samhengi hugmynda í formi heimsfræðilegrar tilgátu.

Ég hef hafist handa við næsta rit sem mun bera titilinn Samnefnarinn. Ég vil fátt gefa upp um innihaldið að svo stöddu annað en að ritið tekst á við hinn mannlega veruleika. Samnefnarinn mun koma út á haustmánuðum 2017.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina