Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir

  • Leikskólakennari
  • garðyrkjukona
  • Handavinnukona
  • Meðstjórnandi í Dýraverndunarfélaginu Villikettir

Ég er kölluð Gróa og er fædd í febrúar 1967. Ég útskrifaðist sem leikskólakennari 1992 og úr framhaldsnámi í stjórnun 1998. Ég starfaði í leikskólum í 15 ár sem deildarstjóri, sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Undanfarin10 ár hef ég verið heimavinnandi vegna fjölskylduaðstæðna.


Ég bý í Kópavoginum ásamt eiginmanni, fjórum börnum og barnabarni. Einn sonur minn er með taugahrörnunarsjúkdóm og mikla hreyfihömlun og sl. 10 ár hef ég verið í fullu starfi að halda utan um hans þarfir, en það má líkja því við að reka lítið fyrirtæki að sjá um það allt.


Ég hef mikinn áhuga á garðyrkju, matreiðslu og handavinnu auk þess sem ég er meðstjórnandi í Dýraverndunarfélaginu Villikettir. Ég tók Crazy Cat Lady alveg með stæl og hef í gegnum tíðina tekið að mér tvo vergangsketti og núna býr hjá mér hann Hringur sem kemur af 70 katta heimili suður með sjó.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina