Hrefna Hallgrims

Actress, producer, writer,

Hrefna Hallgrímsdóttir útskrifaðist með BA próf í leiklist frá The University of West Florida árið 1997. Hún hefur síðan þá starfað bæði hérlendis og í Bandaríkjunum við leiklist og leiklistarkennslu. Síðastliðin 12 ár hefur hún starfað við fyrirtæki sitt Skrítla ehf við framleiðslu á barnaefni. Hún hefur skrifað og framleitt yfir 70 þætti fyrir sjónvarp, fjögur leikrit sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, bíómynd, geisladiska og bækur. Á síðastliðnu ári réði hún sig til Sagafilm við framleiðslu á þáttunum The Voice Ísland.

Hrefnu er mjög kært að þessi mynd verði að veruleika þar sem efnið er henni skylt. Hún var sjálf nemandi við skólann og á þaðan dásamlegar minningar ásamt því að hafa átt þrjú börn í skólanum. Hrefna mun vinna að gerð heimildamyndarinnar ásamt Braga Þór Hinrikssyni kvikmyndagerðarmanni.

Bragi Þór Hinrikssonhefur starfað við kvikmyndagerð á Íslandi sl 20 ár.
Hann rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Hreyfimyndasmiðjuna ehf.
Bragi hefur skrifað og leikstýrt miklum fjölda mynda og sjónvarpsþátta, séð um eftirvinnslu og klippt og stjórnað upptökum á. Til að mynda öllum bíómyndunum um Algjöran Sveppa sem og sjónvarpsþáttum, Morð eru til alls fyrst (Harry og Heimir), Heilabrotinn og er nú á sínu þriðja ári sem höfundur og leikstjóri á Stundinni okkar á RÚV.
Hrefna og Bragi hafa starfað saman við framleiðslu á efni fyrir sjónvarp og bíó sl. 10 ár.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina