Sandra Helgadóttir

Leikkona og kvikmyndagerðarmaður.

  • Actress

Ég er útskrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands sem leikkona og með grunn í kvikmyndagerð. Árið 2014-2015 gerði ég fræðslumynd fyrir Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, sem síðar var sýnd á Rúv. Sama ár gerði ég kynningarmyndband fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur en það var notað í söfnunarherferð Heiðu svo hún kæmist til Indlands í stofnfrumumeðferð. Þetta tiltekna myndband opnaði fyrri Kastljósþáttinn á RÚV um málefni Heiðu.
Ásamt þessu hef ég leikið og tekið þátt í hinum ýmsu smærri verkefnum.
Ég er búin með tvö ár í táknmálsfræði og á eitt eftir til að útskrifast sem túlkur. Ég vann með fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðinu og þekki því helstu baráttumál þeirra mjög vel.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina