Birgit Kositzke

Halló, ég er Birgit Kositzke og er að byggja upp kanínubú að Syðri-Kárastöðum, um 5 km norðan við Hvammstanga. Fyrirtækið mitt, Kanína ehf. var stofnað í október 2011. Ég er alin upp í fjölskuldu sem hefur alla tíð átt kanínur og finnst þessi búskapur á vel átt heima á Íslandi. Markmið mítt er að framleiða hollt kjöt og skapa dyrunum það besta umhverfi sem hugsast getur.

Í dag er ég með rúmlega 400 kanínur, og er þetta stærsti kanínubústofn á Íslandi í dag. Því miður hefur fjármögnun á búinu gengið illa undanfarið, þar sem afköst eru ekki ennþá í samræmi við kostnaðinn. Þess vegna er ég að leita til ykkur núna til að þurfa ekki að slátra öllum dýrum og gefast upp.
Nánari úpplýsingar um Kanína ehf.er til á vefsíðu www.kanína.is

Allar aðstöður eru ný og byggð eftir eigin hugmyndafræði. Hver læða hefur nægilegt rými og fríð. Hér er ekki um verksmiðjuframleiðslu að ræða, heldur fær hver ræktunargripur umönnun og natni.

Ég er að framleiða gæðakjöt.

Kanínukjöt er hvítt kjöt og þykir mjög gómsætt. Það er meyrt og kólesterólsnautt, auk þess alveg fitusnautt, auðvelt að meðhöndla, og hægt er að matreiða á margvíslegan hátt. Löng hefð er fyrir neyslu kanínukjöts í Evrópu og víðar. Vitað er t.d. að Rómverjum þótti kanínukjöt mikill herramannsmatur. Þetta er vara fyrir þá sem gera kröfur til hollustu matvæla og umhverfisins. Ein kanína dugar í mat handa 4-5 manns.

25.10.2015 - frétt á RUV
Unnur Pétursdóttir sigraði í fjölþjóðlegri keppni heyrnarlausra matreiðslumanna, Deaf Chef, sem fram fór í Valby í Danmörku á föstudag og laugardag. Bar Unnur sigurorð af sjö kokkum öðrum frá jafnmörgum löndum.Hver kokkur þurfti að reiða fram þriggja rétta kvöldverð í sexriti, ef svo má að orði komast, einn disk af hverjum rétti fyrir hvern hinna fimm dómara keppninnar, og einn sýningardisk.

Unnur bauð upp á þorskrúllu með dillolíuþorskfarsi, ostrusalati, sellerímauki og fleira góðgæti í forrétt. Aðalrétturinn var kanínurúlla með sultuðu kanínukjöti, rauðlaukssultu, kartöflum og svínatungubættri rauðvínssósu svo eitthvað sé nefnt, og eftirrétturinn samanstóð af eplum, karamellu, valhnetum, hunangi og fleira hnossgæti.

Þessi herlega sinfónía fyrir bragðlaukana skilaði Unni rakleiðis í fyrsta sætið, á undan þeim Scott Grathwaite frá Englandi og Igor Spega frá Svíþjóð. Unnur lærði á Grand Hótel en starfar nú á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.

Það er veitingafyrirtækið Allehånde í Danmörku sem stendur fyrir keppninni, með það að markmiði að greiða leið heyrnarlausra til náms og starfa í matreiðslugeiranum. Allehånde sérhæfir sig í eldamennsku fyrir veislur, fundi, ráðstefnur og hvers kyns samkomur, en leggur áherslu á menntun ungs fólks og heyrnarlausra.

Kjötið til æfingar var frá Kanina ehf.

Ég er farin að selja vörurnar mínar á mörkuðum, eins og t.d. á "Matarmarkaði Búrsins".
Og - lóksins, lóksins ... er hægt að kaupa kanínukjöt í Reykjavík. Matarbúrið opnaði út á Granda og ætla að bjóða upp á hágæði nauta- kjuklingur- OG KAN'INUKJÖT.

Allt er nýtt.....
Á Sauðarkróki er rekið fullkomið sútunarverkstæði, Loðskinn ehf. Þar var gerð tilraun við sútun kanínuskinna með góðum árangri. Það er Kalla Bjarnasyni að þakka að kanínuskinn er á boðstólum. Í dag er hægt að fá kanínuskinn og gærur í fjölbreyttum litum: hvítt, svart, brúnt, dökkgrátt, ljósgrátt, „appelsínugult“,brún-, grá og svartflekkuð og kannski fleiri með tímanum. Skinnin og gærur eru spennandi fyrir handverksfólk.

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina