Hjalti Jónsson

söngvari, sálfræðingur og gítarleikari

  • Psychologist

Hjalti Jónsson er fæddur á Blönduósi þar sem að hann stundaði ýmiskonar tónlistarnám á grunnskóla árunum. Í Menntaskólanum á Akureyri tók hann þátt í að stofna þungarokksveitina Kanis sem hann öskraði með í þónokkur ár. Kanis gaf út plötu árið 2003.

Hjalti flutti til Bretlands vorið 2005, vann og sótti einkatíma í klassískum söng. Haustið 2006 hóf hann nám við Tónlistarskólann á Akureyri og kláraði framhaldspróf í klassískum söng vorið 2010.

Hjalti og Lára, eiginkona hans, byrjuðu að koma saman fram árið 2006. Þau hafa á þessum tíu árum spilað við óteljandi tækifæri af ýmsum toga. Árið 2013 gáfu þau út sína fyrstu plötu sem fékk frábærar viðtökur. Á plötunni eru þekkt íslensk og erlend dægurlög, en eitt frumsamið lag.
Lagið Eina nótt komast í 3. sæti vinsældarlista Rásar 2 í ágúst 2013.

Hjalti og Lára vinna nú að sinni annarri plötu í samstarfi við fjölda norðlenskra listamanna og er upptökustjórn í höndum Stefáns Arnar Gunnlaugssonar. Stefnt er að því að platan komi út í lok ágúst 2016, takist að ná að fjármagna verkefnið, en hægt verður von bráðar að heita á Hjalta og Láru hér á Karolinafund. Á plötunni verða 11 lög, þar af 10 ný lög eftir Hjalta og Láru.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina