Anna Kristín Halldórsdóttir

  • Kennari, menntunarfræðingur, námsráðgjafi
  • Lesa, skrifa, marmiðlunarnörd
  • Ljósmyndun, skipulag

Ég hef mjög mikinn áhuga á Jakobsveginum og efni sem tengist honum. Ég er búin að ganga með þessa bók í maganum í nokkur ár og lét loksins verða af því að byrja fyrir tveimur árum. Ég taldi augljóst að ég yrði enga stund en raunin er sú að þetta hefur verið tveggja ára verkefni og bókin orðin mun stærri en ég ætlaði í upphafi. Hún er frekar dýr í prentun þar sem í henni eru margar ljósmyndir sem tengjast göngunni og því sem hægt er að skoða á hverjum stað.

Ég er uppeldis- og menntunarfræðingur, kennari og náms- og starfsráðgjafi með diploma í margmiðlun. Ég kenni á tölvur og fög sem tengjast uppeldisfræðinni beint eða óbeint. Hef sérstakan áhuga á fullorðinsfræðslu og fjarkennslu.

Ég les óhemju mikið og er mjög hraðlæs. Hlusta líka á bækur og les rafbækur. Svona bók finnst mér að þurfi að vera bæði sem prentbók og rafbók fyrir þá sem vilja eingöngu hafa bækur í tækjunum sínum.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland | Powered by Karolina