Hannes Sigurðsson

  • hard-working
  • Craftsman
  • Musician and human being
  • nature lover

Ýlfur vindsins í fjllaskarði, þytur golunnar í stráum. Grátur lækjarins undir ísnum og hlátur hans í vorleysingum. Kliður öldunar við sandinn eða öskur hennar við klettana. Léttur leikur regndropa á bárujárnsþaki og þögn stjarnanna á kyrru vetrarkvöldi. - Þetta er tónlistin sem ég ólst upp við í bland við söng mömmu, orgelleik ömmu og síðasta lag fyrir fréttir.

Síðar gerðist ég rokkari, þá tók við söngur í kirkjukór og klassískt söngnám.

fyrir rúmlega tíu árum rataði ég svo inn í kammerkórinn Hymnodiu, sem fyrir mér er ekki bara kór, heldur líka fjöllistaflokkur þar sem ég fæ að upplifa frumkrafta náttúrunnar í gegnum leik og söng. - Í lok nóvember nk. tökum við upp spennandi efni á okkar þriðju plötu og upptökuna ætlum við að fjármanga með styrkjum í samstarfi við Karolina fund. - Meira um Hymnodiu á eftirfarandi slóðum.

Hymnodia @ Facebook
Hymnodia @ Twitter
Hymnodia @ www.hymnodia.is

Miðaladastemning á Gásum í Eyjafirði

Sælir kórfélagar að loknum flutningi á "Stjórnarskránni"

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina