Jóna Valdís Ólafsdóttir

Ég hef verið söngfugl síðan ég man eftir mér...

  • choir
  • soprano
  • nice person

...og ég er svo heppin að fá að syngja með Hymnodiu, gríðarlega skemmtilegum kór á Akureyri. Hymnodia hefur verið hluti af mér síðan 2005 og með Hymnodiu hef ég gert ótrúlegustu hluti sem mig hefði ekki órað fyrir að ég myndi fá tækifæri til að taka þátt í um ævina. Hér er ég til dæmis í hlutverki grænnar álfadísar í verksmiðjunni á Hjalteyri 2009 þar sem spuninn réð ríkjum....

.... og hér er ég í hlutverki Belindu og held í hendina á minni kæru vinkonu Dido í uppfærslu Hymnodiu á óperunni Dido og Aeneas í Hofi árið 2012. Dido deyr auðvitað í lokin en það er engin sorg á þessari mynd....

.... ekki frekar en á þessari sem var tekin eftir almennilegan rokksöng með Skálmöld í Hörpu 2013...

Í Hymnodiu á ég yndislega og góða vini og með þeim hef ég tekið þátt í óteljandi spennandi verkefnum, farið söngferðir innanlands og erlendis og tekið þátt í plötuútgáfum. Nú ráðumst við í enn eina plötuútgáfuna og ætlum að sækja styrk til þess í samvinnu við Karolina Fund.
Endilega fylgstu með verkefninu hér: https://www.karolinafund.com/profile/view/15255

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina