Helga Arnardottir

Um höfund Happ app

Ég vann á Kleppi í 6 ár og lærði ótrúlega mikið um sjálfa mig og manneskjuna sjálfa á þeim tíma. Ég hafði alltaf haft djúpstæða löngun til þess að hjálpa fólki að líða betur andlega og langaði til þess að læra allt sem ég gæti til þess að þjálfa upp þá færni hjá mér. Grunnnámið í sálfræði og starfsreynslan á Kleppi voru gagnleg og góð en þó fannst mér alltaf leitt hversu mikil áhersla var á það neikvæða í lífi mannsins. Fagleg vinna með skjólstæðinga snérist að miklu leiti um að greina hvað væri að, einkenni sjúkdómsins, hvað getur einstaklingurinn ekki gert, hvað gengur honum illa með, hvernig lýsir vanlíðan hans sér o.s.frv. Það er auðvitað mikilvægt að draga úr vanlíðan og hjálpa fólki með það sem gengur illa í lífinu en það má hins vegar ekki gleyma því að horfa á það sem vel gengur. Hvaða styrkleika hefur viðkomandi, hvað finnst honum gaman að gera, hver eru gildi hans í lífinu og hvað gengur vel hjá honum. Með því að greina það sem gengur vel og efla það enn frekar, ýtum við undir aukna vellíðan. Það eru svo margir þættir sem stuðla að aukinni vellíðan sem við getum lagt rækt við og unnið með á markvissan hátt, svo sem að efla félagsleg tengsl, hreyfa sig reglulega, sinna áhugamálum og að rækta með okkur aukið þakklæti, bjartsýni og núvitund.
Þegar ég kynntist jákvæðri sálfræði fann ég að ég var komin á rétta hillu. Nú hef ég það að markmiði að miðla þessum fræðum og finna leiðir til þess að miðla þessum mikilvægu tækjum til almennings til þess að sem flestir geti eflt eigin hamingju og andlegu heilsu.
Menntun
Bachelor í sálfræði
Master of Science í Félags- og HeilsusálfræðiDiplomagráða á masterstigi í jákvæðri sálfræði

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina