Finnur Freyr Eiríksson

Lyfjafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Frumkvöðull með sérstakann áhuga á heilsu og næringu

  • Pharmacology
  • Biotechnology
  • Analytical Chemistry
  • Health & Nutrition
  • Sport Supplements
  • Biomedical Sciences

Ég heiti Finnur Freyr Eiríksson og er lyfjafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Ég rek einnig ArcticMass sem er rannsóknarstofa í efnagreiningum.

Ég er vísindamaður með brennandi áhuga á næringu, sérstaklega þegar kemur að næringu fyrir æfingar. Þeir semþekkja mig vita að eg set alltaf spurningarmerki við það sem mér er sagt og þurfa allir að rökstyðja það sem þeir segja mér, þetta er ákveðinn galli þegar ég tala við fólk sérstaklega þegar þetta á alls ekki við í samræðum, á það lika til að vera oft a móti en aðalega til að draga fram rökin. kosturinn er að ég vænti þess sama af sjálfum mér, því ef ég get ekki rökstutt hlutina fyrir sjálfum mér þýðir lítið annað en að afla mér þær upplýsingar svo ég geti fullvissað mig um hlutina. Það versta sem vísindamaður getur gert er að vera hlutdrægur (bias) og besti hæfileikinn er að geta viðurkennt mistök sem byggð voru á gömlum upplýsingum þegar nýjar koma í ljós. Því það sem er satt í dag, er það bara þar til nýjar upplýsingar koma fram.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina