Við stofnuðum þessa styrktarsíðu til þess að safna pening fyrir kvennaathvarfið og vekja athygli hve heimilisofbeldi er algengt víða um heiminn. Endilega styrktu gott málefni
Ástæðan fyrir því að við ákváðum að fjalla um heimilisofbeldi er vegna þess að þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem vart er að fjalla um. Okkur finnst einnig of lítil umfjöllun um heimilisofbeldi og því mætti auka fræðslu mikið. Við stofnuðum þessa styrktarsíðu til þess að safna pening fyrir kvennaathvarfið sem standa fyrir þessu málefni. Ef þú hefur tök á því að styrkja síðuna, þá hvetjum við ykkur eindregið til þess.
Til þess að fylgjast með ferlinu okkar, þá mælum við með að fylgja okkur á Instagram @afstadagegnheimilisofbeldi
Margt smátt gerir eitt stórt.