Ingibergur Þorkelsson

Forstöðumaður Daleiðsluskóla Íslands

Ég flutti til Edinborgar 2003 þegar konan mín fór í myndlistarnám í Edinburgh College of Art. Ég hafði lengi haft áhuga á dáleiðslu og rakst á dáleiðslunámskeið sem var haldið í Glasgow. Skellti mér á það.

Ég hafði lesið um dáleiðslu og vissi að margt mátti bæta með henni, en varð dolfallinn á námskeiðinu yfir því hversu auðvelt var að dáleiða og gera breytingar til batnaðar fyrir fólk.

Ég var svo í fríi á Íslandi og dáleiddi mjög marga, oft með góðum árangri. Sá að þótt nokkrir geðlæknar notuðu stundum dáleiðslu vantaði alveg dáleiðendur sem sérhæfðu sig í þeirri grein.

Spurði kennarann hvort hann vildi prófa að kenna á Íslandi. Bjóst ekki við mikilli þátttöku. Hann var til og árið 2011 héldum við fyrsta námskeiðið.

Nokkur námskeið fylgdu í kjölfarið. Ég stofnaði Félag Dáleiðslutækna til að þeir sem hefðu lært gætu haldið hópinn og þar hefur síðan verið gott félagsstarf enda er þetta skemmtilegur hópur.

Eftir að ég fékk fleiri kennara til að kenna þróaðri aðferðir, fyrst Roy Hunter og síðan Dr. Edwin Yager, var kominn grundvöllur fyrir dáleiðsluskóla, sem ég stofnaði svo 2013, Dáleiðsluskóla Íslands.

Ég samdi síðan við Roy Hunter um að kenna heildarnámskeið hans og Charles Tebbetts á Íslandi og það hefur verið gert tvisvar á ensku.

Margir nemendur töluðu um að betra hefði verið að læra á íslensku. Þegar nokkrir höfðu náð slíkri hæfni og þekkingu að þeir gátu kennt dáleiðslu var ákveðið að þýða námsefnið.

Árangurinn er bókin Listin að dáleiða - fyrra bindi, sem búið er að þýða en er ekki komin út. Hægt er að fletta í bókinni á netinu og sjá efnisyfirlit, orðalista og sumt af efninu

Bókin er forsenda þess að námkeiðið verði á íslensku

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina