Kristín Hjartardóttir

Á stöðugu ferðalagi milli tveggja heima. Alin upp í þorpi við sjóinn. / Traveling constantly between two worlds. Raised in a village by the sea.

Þetta Gimli - a dream

For the last 15 years I have worked in the field of mental health, first as an RN in Iceland and in the last decade as a nurse practitioner in Minneapolis. I have been honored and humbled in hearing peoples’ stories of battles won and lost, and ultimately of survival. As a foreigner in a country full of foreigners, I have seen and experienced loneliness and longing. I have witnessed the power of community, and I have been introduced to the ways of the people who were here on this land before us. Then the pandemic happened and the business-as-usual routine got demolished. The compounding shared fear, tremendous grief, and the stark reminder of how we are all connected had an impact on most of us. None of the tools we have in mental health can fully speak to this experience. During that time I started looking at the things we are missing, or have forgotten, to do as a community when big things happen. The coming together, the grieving together, the being there for one another, the knowing how important all of us are to a village, and the making meaning together. As I listened to the frontline health care workers during the darkest months of the pandemic, they shared the same longing for community practices to mark what we were experiencing. I have no grand solution to the complexities of this world. However I would love a place where those who want can find shelter to practice these things in community. A place where there is space for stories and nuance, for meditation and conversations, for reminders and dreams, and shelter for the spirit-nature connectedness. 


Draumur minn um Þetta Gimli kemur úr mörgum áttum. Ég er alin upp í þorpi (reyndar tveimur) þar sem iðkunin að-koma- saman til að marka tímamót, gleðileg jafnt sem sorgleg, var fastur liður í tilverunni. Ég er alin upp við sjóinn, og hrafninn, og fjöllin, og veturinn, og vindinn, og sögurnar. Svo varð ég innflytjandi þar sem ég, með góðri hjálp, byggði upp mitt eigið þorp. En þar er enginn vindur, eða fjöll, eða sjór, og sögurnar voru ekki mínar. Ég er geðhjúkrunarfræðingur og hef síðustu 15 ár verið gefin sú gjöf að fá að heyra af sigrum og vonbrigðum, draumum og ótta annars ókunnugs fólks. Einmanaleiki og þrá eftir tengingu kemur upp ítrekað. Í nútímanum er krafan um stöðuga straumlínulaga framþróun og framleiðslu, það sem klippir í burt allt “vesen” eins og langar sögur, hvíld í náttúru, næringu andans, hið smáa og handgerða. Þegar við réttum upp hönd og segjum “þetta getur ekki átt að vera svona”, er okkur sagt að byggja upp seiglu. Við sem vinnum í geðheilbrigðiskerfinu verðum að viðurkenna að við eigum fá svör við þessu ástandi. Ég á fá svör við þeim gríðarstóra flókna vanda sem við búum við í heiminum. Hinsvegar óska ég þess að þeir sem vilja, finni skjól þar sem við getum komið saman og iðkað þorps og náttúruvitund, fagnað og syrgt, hugleitt og átt í samræðum við hvert annað, sagt sögur af minningum og draumum. 



Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina