Harpa Lúthersdóttir

Höfundur bókarinnar "Má ég vera memm?" sem er byggð á minni eigin reynslu.

  • Listakona

Ég heiti Harpa Lúthersdóttir og er 37 ára húsmóðir/öryrki. Ég er höfundur og útgefandi af bókinni "má ég vera memm?" sem er byggð á minni eigin reynslu, nema að mín reynsla var töluvert grófari og entist alla mína skólagöngu. Eineltið hafði mjög mikil og eyðileggjandi áhrif á mitt líf og er ástæða þess að ég er öryrki í dag. Mig langar til að fræða öll börn landsins um einelti í von um að útrýma einelti! það er stórt verkefni framundan og hlutirnir breytast ekki með einni umræðu, því er mikilvægt að byrja snemma og allir þurfa að hjálpast að!

Fyrstu skólaárin eru mikilvægust og móta komandi ár, sé unnið í vörnum snemma, þá er hægt að koma í veg fyrir margra ára kvalir, miklu máli skiptir að allir fái möguleika til að passa einhver staðar inn og fái svigrúm til að eignast vini.

Bókin fær börnin til að hugsa og kynnast því hvernig er að vera skilin eftir útundan, sýn í líf barns sem á engan hátt er valdur af því sem það upplifir. Barnið nær að geta sett sig í spor annarra og haft kjark til að koma til aðstoðar.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina