Halldor Karlsson

Ég heiti Halldór Karlsson, menntaður mjólkurtæknifræðingur ( með meistararéttindi í mjólkuriðn ) og búfræðingur.

Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í þó nokkurn tíma en nú var tækifærið að láta á reyna, þar sem áhugi fyrir sögu og vitneskju um uppruna þess sem við setjum ofan í okkur hefur aukist gríðarlega og auk þess sem áhugi ferðamanna á mat úr héraði er orðinn stór partur af upplifuninni sem þeir eru að sækjast í þegar þeir sækja okkur heim.

En hver er maðurinn:

Ég er með víðtæka reynslu á sviði mjólkurvinnslu auk þess að hafa reynslu af vöruþróun á sviði mjólkurafurða og annarra matvæla.

Ég hef starfað hjá helstu mjólkurvinnslum landsins og má þar nefna Mjólkurbú Flóamanna, Norðurmjólk (nú MS) og Örnu.
Í Danmörku starfaði ég hjá Arla Food og áður MD Food. ( Gengdi hlutverki eftirlitsmanns með ISO / HACCP hjá Arla Food Birkum smelteost ),
þá hef ég verið þáttakandi í nýjum verkefnu s.s. Vesturmjólk í Borgarnesi árið 2011 og árið 2013 í verkefnum í Bretlandi og í upphafi Örnu í Bolungarvík.

Einnig hef ég mikla reynslu af gæðamálum þar sem ég í 2 ár starfaði sem gæðastjóri hjá Royal Greenland á Grænlandi, en fluttist í starfi síðan til Þýskalands í vöruþróunn ( einnig hjá Royal Greenland )
Þá starfaði ég sem gæðastjóri hjá Pacific - Propac í Danmörku sem flutti inn íslenskar fiskafurðir og setti í neytendapakkningar.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina