Steinunn Sigurgeirsdóttir

  • childrens books

Ég heiti Steinunn Erla, ég er 37 ára og ég er leikskólakennari. Ég er að safna fyrir útgáfu á barnabókum sem ég skrifaði fyrir tveimur árum. Bækurnar eru búnar að vera í "prufukeyrslu" í tvö ár í leikskóla í Kópavogi og hefur það gengið mjög vel. Svo vel að nú langar mig að enn fleiri geti notið þeirra og því lagði ég af stað í þetta verkefni.


Þetta eru tólf bækur um börn á leikskólaaldri og þeirra hversdagslega líf. Bækurnar eru líka um gildi og heita eftir því gildi sem áhersla er lögð á. Bækurnar eru heita Ábyrgð, Frelsi, Friður, Hamingja, Heiðarleiki, Hugrekki, Kærleikur, Samvinna, Virðing, Umburðarlyndi, Þakklæti og svo bókin Sigurður byrjar í leikskóla sem er um aðlögun í leikskóla. Þórdís Bjarney Hauksdóttir myndskreytti bækurnar.


Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina