Gísli Magna

  • Söngvari
  • Útsetjari
  • Stjórnandi
  • Frumkvöðull

Reynsla og starf Gísla spannar yfir vítt svið tónlistarinnar. Hann hefur sungið með mörgum bestu kórum landsins sem hafa unnið til verðlauna og tilnefninga á Íslensku tónlistarverðlaununum. Reynsla hans á því sviði nær einnig til kóra og verkefna í Danmörku og Hollandi. Hann hefur starfað jafnt í klassíska- og poppheiminum sem söngvari en Gísli er einn af reynslumestu bakraddasöngvurum landsins og hefur sungið í mörgum stærstu tónlistarviðburðum Íslands sem slíkur ásamt því að hafa þrisvar sinnum verið fulltrúi Íslendinga sem bakraddasöngvari í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva (Eurovision). Hefur hann sungið á sviði með t.d. Sigríði Beinteinsdóttur, Röggu Gísla, Eyvöru Páls, Stuðmönnum, Bubba Morthens, Heru Björk, Kristjönu Stefáns, Stórsveit Reykjavíkur, Caput og Björk. Verkefnið með Björk, platan Medúlla, var tilnefnd til Grammy verðlauna 2005.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina