Svava Björk Ólafsdóttir

Svava Björk Ólafsdóttir er stofnandi RATA og Hacking Hekla og hefur yfir átta ára reynslu af stuðningi við frumkvöðla í gegnum kennslu, ráðgjöf og verkefnastjórnun. Svava brennur fyrir að efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi með óhefðbundnum leiðum.

  • Verkefnastjórnun
  • Nýsköpun
  • Frumkvöðlastarf

Hæ!

Ég heiti Svava og er stofnandi RATA og Hacking Hekla. Ég hef yfir 8 ára reynslu af því að fóstra frumkvöðla á Íslandi í gegnum viðskiptahraðla, lausnamót, þjálfun við kynningar og ráðgjöf. Í dag er aðal fókusinn minn á að styðja við stuðningsumhverfið í gegnum samstarf við mismunandi aðila.

Nokkur af verkefnunum mínum eru Ratsjáin í samstarfi við Íslenska ferðaklasann, stofnun Norðanáttar sem er nýsköpunarhreyfing á Norðurlandi í samstarfið við aðila á svæðinu, kennsla í nýsköpun og frumkvöðlafræði í Háskólanum í Reykjavík og fleira. Í gegnum Hacking Hekla hef ég ferðast um landið og búið til vettvang þar sem nýjar hugmyndir verða til og síðustu 2 árin hef ég haldið utanum leiðarvísi um stoðkerfið fyrir frumkvöðla.

Nýjasta verkefnið mitt Hugmyndasmiðir, hefur það markmið að efla frumkvöðlafærni krakka um allt land.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina