Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að hrærast og mótast í heimi leikhúsins undanfarin ár. Að leika. Að leika mér með vinum mínum við það segja sögur og skapa augnablik. Þegar ég var í miðri Mamma Mía maníu fékk ég mitt draumahlutverk í hendurnar. Pabbahlutverkið. Það hlutverk kallar á endalaust æfingaferli og engar frumsýningar bara botnlausa rannsókn þar sem leikgleðin leiðir mann eitthvert. Ég trúi á mátt leiksins því þar hefur mér fundist mesti vöxturinn og kefjandi spurningar vakna. Þið vitið…læf maður, snilld. - Arnar Dan.