Gardar Örn Hinriksson

Tónlistarmaður og fyrrverandi knattspyrnudómari. Tölvupóstur - raudibaroninn@gmail.com

  • Knattspyrnudómari
  • Rithöfundur

Í bókinni, Rauði baróninn – Saga umdeildasta knattpsyrnudómara Íslandssögunnar, fer ég yfir feril minn sem knattspyrnudómara sem stóð yfir í um 30 ár. Sagan hefst á Stokkseyri árið 1985 þegar ég, þá á 14. ári, er spurður að því hvort ég hefði áhuga á því að prófa að vera línuvörður í einum leik. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég steinféll fyrir starfinu. 13 árum síðar var ég orðinn efstudeildardómari, eitthvað sem ég dreymdi um að verða en átti aldrei von á.


Ég sat fyrir framan þá og sagði já þegar ég var spurður að því hvort það mætti skora rakleitt úr upphafsspyrnu. Þeir horfðu á mig og hristu hausinn og sögðu nei, prófdómararnir Eyjólfur Ólafsson og Eysteinn Guðmundsson heitinn, þegar ég tók unglingadómaraprófið. Nokkrum árum síðar var það leyft. Ég náði þó prófinu þrátt fyrir rangt svart.


Ég sýndi þjálfurum reglulega spjöld í leikjum og var ávallt gagnrýndur fyrir það af knattspyrnuyfirvöldum og eftirlitsdómurum. Það mátti ekki. Ég varð að segja þeim að þeir væru komnir með spjald, gult eða rautt. Til hvers eru þá spjöldin, spurði ég? Eru þau ekki til að sýna áhorfendum hvað er í gangi inni á vellinum sem og á varamannabekknum? Nokkrum árum síðar var það leyft. Ég fékk þó að halda áfram að dæma þó að þetta færi í taugarnar á ákveðnum mönnum en áhorfendur fögnuðu þessu.


Ég fór reglulega í viðtöl hjá stærstu fréttamiðlum landsins og tjáði mig um dómgæslu. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á knattspyrnuyfirvöldum sem þó gátu lítið í því gert því engar reglur voru til um það. Sem er reyndar alveg stórfurðulegt að knattspyrnuyfirvöld skuli hafa látið þetta fara í taugarnar á sér því á einni ráðstefnunni vorum við efstudeildardómararnir látnir æfa okkur í að svara spurningum fréttamanns fyrir framan myndavél. En á endanum var dómurum bannað að fara í viðtöld. Kannski vegna þess að ég var alltaf í einhverjum viðtölum. Nokkrum árum síðar var það leyft enda var ég hættur að dæma.


Það var margt og mikið sem gerðist innan sem utan vallar á þeim tíma sem ég dæmdi knattspyrnu og fer ég yfir það helsta í bókinni: Upphafið á þessu dómarabrölti mínu, fyrirmyndir, hatur, slagsmál, raðspjöldin, mistök og margt fleira. Sem dómari með próf dæmdi ég frá árinu 1989 til ársins 2016. Frá árinu 1998 var ég efstudeildardómari og í nokkur ár var ég alþjóðlegur knattspyrnudómari. Leikirnir í efstudeild karla urðu 175 talsins ásamt því að dæma bikarúrslitaleiki karla og kvenna samtals þrisvar sinnum. 

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina