Benedikta Sorensen

Doktorsnemi og eigandi Ofbeldisforvarnaskólans

Ég er eigandi Ofbeldisforvarnaskólans og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þar var ég að hefja rannsókn á forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi.

Ég bý að margra ára reynslu af forvarna starfi með hópum og hef starfað á vettvangi félagsmiðstöðva um 15 ára skeið. Þar hefur ég sérstaklega beint sjónum að áhættuhegðun ýmisskonar og sérhæft mig í að nýta þær skemmtilegu og líflegu leiðir sem æskulýðsstarf býður uppá til að tækla þung málefni, stuðla að djúpri hugsun (ígrundun) og námi sem byggir á reynslu þátttakenda.

Ég hef undanfarin 4 ár beint sjónum sérstaklega að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og þeim möguleikum sem felast í því að nýta óformlegar námsaðferðir til að valdefla fólk til að takast á við kynbundið ofbeldi eða áreitni í sínu nær umhverfi. 

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina