Guðrún Sæmundsen

Höfundur skáldsagnanna: Hann kallar á mig (2015) og Andstæður (2018). Hann kallar á mig var tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2021, Storytel Awards. Nú safna ég fyrir útgáfu nýjustu bókarinnar minnar, sálfræðitryllinum RÓSA.

  • novel
  • books
  • Google Analytics
  • International marketing

Velkomin á síðuna mína. Ég er að safna fyrir útgáfu á nýjustu bókinni, sálfræðitryllinum RÓSA. Þetta er þá þriðja bókin sem ég skrifa, en áður hafa komið út: Hann kallar á mig (2015) og Andstæður (2018).

Aðeins um mig:

Ég útskrifaðist með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og lauk mastersnámi í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business í Frakklandi árið 2009, á skólastyrk frá franska sendiráðinu.

Í gegnum árin hef ég starfað við ýmislegt tengt og ótengt menntuninni og einnig tekið starfsnám hjá EFTA í Brussel á meðan ég lauk við mastersritgerðina. Á svipuðum tíma lauk ég síðasta prófinu í verðbréfamiðlun og fékk löggildingu í því fagi.

Í fyrra sat ég tvö námskeið í skáldlegum skrifum við Endurmenntun Háskólans.


Iðulega byrja ég að hripa niður punkta að nýrri sögu þegar ég hef lokið við fyrri bók. Hugmyndirnar koma í stríðum straumi og ekkert lát virðist á þeim (sem betur fer).

Ég hef skrifað og samið ljóð síðan ég var barn og það gefur mér svo ótrúlega mikið að skapa eitthvað sjálf. Tilfinningin er mögnuð þegar ég fæ nýjasta eintakið í hendurnar.

Ekki má gleyma að þótt ég skrifi bækurnar sjálf, þá eru ýmsir sem koma að verkinu; fjölskylda og vinir sem leggja sitt af mörkum við yfirlestur, hönnun og aðstoð við markaðssetningu. Ég er ævinlega þakklát þeim sem í kringum mig eru, sem hafa hvatt mig og sýnt skrifum mínum áhuga frá fyrstu mínútu. Þeim sem eiga stóran þátt í innblæstrinum og gefa mér styrk til að skrifa. 


Hér má heimsækja facebook síðuna mína: https://m.facebook.com/gudrunsaemundsen


Umsagnir um fyrri bækur:

Andstæður:

  • „Mýtan um hamingjusömu vændiskonuna er jarðsett í bókinni“ – Guðrún Erlingsdóttir, Morgunblaðið  3 og ½ stjarna
  • „Sagan er í senn læsileg, forvitnileg og spennandi“ – Ágúst Borgþór Sverrisson, DV
  • „Bók Guðrúnar Andstæður, lýsir á raunsannan hátt flóknum veruleika þriggja sögupersóna sem búa við miklar andstæður. Hvort sem þau lifa í vellystingum eða selja líkama sinn til að framfleyta sér, þá eiga sögupersónur það sameiginlegt að á bak við yfirborðið er andstæður veruleiki sem Guðrún þorir að ávarpa og gerir af virðingu. Saga um forrettindi og jaðarhópa, mannréttindi og mannlega reisn, græðgi og fíkn. Rödd vændiskonunnar er sérstaklega vel útfærð og er rödd sem samfélagið þarf að heyra.“ – Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum
  • „Vel skrifuð bók og fjallar heiðarlega og hreinskilningslega um erfið málefni“ – Eiríkur Brynjólfsson, foringi Hins íslenska glæpafélags 

Hann kallar á mig (Einnig tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2021, Storytel Awards):

  • "Einstaklega áhrifamikil og vel unnin á allan hátt!" – Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sýn hf.
  • "Það er auðvelt fyrir þá sem hafa séð myrkur alkahólisma að tengja víð þessa stórgóðu bók!" – Máni Pétursson, Harmageddon
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina