Góðir lesendur, þetta verður fjórða bókin mín á Karolinafund. Alltaf hef ég fengið umbeðinn stuðning. Þessi bók hefur titilinn Hrekkir og skrekkir, fyrrum daglegt viðfangsefni mitt. Ég fékk ágætis aðstoðarleikara til að fylla upp í skörðin og gera hvern hrekk trúlegri því frægari leikararnir voru. Þetta verður lesning allt að 30.000 orðum, nær allt um þáverandi vini mína þótt fáa hafi ég misst því ég fór iðulega eins langt í hrekkjum mínu og ég dyrfist. Það sýnir eflaust hvað vinasambönd mín voru sterk að allir hafa þeir talað við mig síðan. 10 litlar sögur sem allar eru sannar en hafa misjafnan endi. Nú um stundir hefur mikill fjöldi nýkominna líkað skrift minni og þvímeð bjartsýnni stefni ég á að bókin verði að veruleika.
Nýlegt viðtal í fjölmiðli:
Spyrill: Hvað ert þú að gera dagsdaglega?
Óli: Hef verið að reyna að skemmta lesendum mínum að undarförnu með birtingu á ýmsum uppátækjum mínum og sögum á Facebook.
S: Hvernig gengur það?
Ó: Bara nokkur vel, fengið marga til að lesa og eiginlega fleiri til að vilja fá meira.
S: Hvað meinarðu með „fengið marga“, hvaða tölur eru þarna að baki?
Ó: Í byrjun október voru þetta 6 – 8.000 á dag, svo fór að hækkka upp í 20.000 og nú eru í kringum 70-80.000 manns að koma inn á síðuna mína daglega.
S: Ætlar þú að halda þessu áfram?
Ó: Ég hef mikla ánægju af þessu brölti, er búinn að fá 560.000 heimsóknir síðan í byrjun októbers en ég lifi ekki á loftinu og ánægjunni til langframa og því er ég hér til að bjóða lesendum mínum að styrkja mig með bókarkaupum.