Valdís Eva Hjaltadóttir

Valdís Eva Hjaltadóttir (f.1981) er menntuð í Danmörku innfyrir hönnun og framleiðslu og er að auki með B.sc. gráðu í Supply Chain Management. Valdís flutti aftur til Íslands sumarið 2016 eftir 1 ár í Noregi og 14 ár í Danmörku. Valdís hefur unnið seinasta áratuginn við hönnun, framleiðslu og innkaup í Danmörku og á Íslandi. Valdís var í stjórn HÁS, Hagsmunasamtök áhugafólks um smáheimili. 


Valdís er eigandi og framkvæmdastjóri Vegdísar. Valdís tekur sjálf þátt í framleiðslu Vegdísar og er einblínd á að koma Vegdísi á markaðinn sem fyrst. Valdís hefur nú þegar búið 1 1/2 ár í sínu fyrra Tiny house, framleitt í Póllandi, en það hús er minna og þyngra en Vegdís, því byggingarefnin eru þyngri í gamla húsinu.


Margt mátti betur fara í gamla húsinu og er reynslan frá því að búa í því húsi tekin með í hönnunina á Vegdísi og er Valdís fegin að framleiðslan er komin til Íslands. Rafnar ehf sér um framleiðsluna, því skelin/húsið er steypt úr trefjaplasti sem er sterkt og létt efni sem hentar Vegdísi mjög vel. Endingartími húsanna er margar mannsævir, og vill Vegdís sýna að svona eigum við að nota hráefnið Plast, sem er dýrmætt hráefni með mjög skemmtilega eiginleika.


Valdís hefur einnig sett á laggirnar verkefnið Saumakonan - Valdís, sem hefur farið í hádeginu í stærri fyrirtæki og boðið starfsmönnum að skila fötum í viðgerð og breytingar. Valdís breytti þjónustunni í heimsendingarþjónustu á meðan Covid var uppá sitt besta. Næsta skref Saumakonunnar er að koma fyrir skilakössum á aðgengilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk getur komið fötum í viðgerðir og breytingar án fyrirhafnar. Motto Saumakonunnar er Notum fötin lengur.


Valdís hefur tekið við verkefninu Fánapokar, af Söndru Borg Bjarnadóttir. Sandra er á leið í háskólanám erlendis og ætlar Valdís að láta verkefnið blómstra á meðan Sandra sinnir skólanum sínum. Fánapokar endurnýtir afgangsefni úr prentsmiðjum og býr til margnota poka í mörgum stærðum og gerðum. Vinsælastir eru flöskupokarnir, sem eru í sömu stærð og svartir ruslapokar og hafa viðskiptavinir notað pokana undir td. fótbolta og leikföng, flöskur og dósir, garðúrgang svo eitthvað megi nefna.


Valdís stefnir á að taka húsið með á Þingeyri, þar sem hún er nýráðin forstöðumaður Blábankans.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina