Hafdis Erla Bogadottir

Hafdís Erla stofnaði fyrirtækið Sýslu ehf í kringum spilin" 52 fróðleiksmolar um Ísland og Íslendinga". Sjá www.mycountry.is

  • Owner

UM FYRIRTÆKIÐ

Sýsla ehf var stofnað sumarið 2013 af hjónunum Hafdísi Erlu Bogadóttir og Markúsi Sveini Markússyni. Megin tilgangur þess er að koma á framfæri og selja íslenskar afurðir, handverk og list.
Vefsíðan www.mycountry.is fór í loftið með fyrstu vöruna - spilastokkinn - í október 2013.

The Icelandic company Sysla Ltd was founded in the summer of 2013 by husband and wife Hafdis Erla Bogadottir and Markus Sveinn Markusson. It's primary purpose is to promote and sell Icelandic goods, handicraft and art.
Our web site www.mycountry.is was launched with the announcement of our first product - the playing cards - in October 2013.

Fyrstu spilin.
Viðtal við Hafdísi Erlu á Spyr.is í nóvember 2013.

Í helgarviðtalinu hjá okkur í þetta sinn er hún Hafdís Erla Bogadóttir. Hún er ein af þessum ofurkonum sem gerir hvað hún getur til að láta drauma sína rætast. Hún fékk þá skemmtilegu hugmynd að búa til spil með áhugaverðum staðreyndum um Ísland. Hér er skemmtilegt viðtal við Hafdísi og hvernig draumurinn hennar varð að veruleika.

Í næstu viku ætlum við að gefa nokkur eintök af þessum flottu spilum sem smellpassa í jólapakkann. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem svara laufléttri lesendaspurningu undir þessari grein og í næstu viku drögum við úr nöfnum vina á Facebook. Spilað um jólin.

Ég ólst upp í stórri fjölskyldu á Djúpavogi. Sérstaklega um jólin spiluðum við mikið og gerum reyndar enn ef við hittumst. Það sem var líka mikið gert var að fara í spurningakeppnir. Eiginlega bara alltaf gaman að hittast og eiga góðar stundir saman. Spil eru eitthvað sem eru til á öllum heimilum og sama hvað tæknin tekur völdin þá þurfum við alltaf á þessum samverustundum að halda þar sem fólk situr saman og nýtur þess að eiga saman góðar stundir.

Þegar ég fer til útlanda kaupi ég alltaf einhverjar gjafir fyrir mína nánustu. Eitthvað sem minnir á landið sem ég hef heimsótt og er ekki of dýrt. Eitthvað nytsamlegt.

Hugmyndin að þessum spilum kviknaði þegar Hrafn, sonur minn, sem er í námi í Bandaríkjunum, kom með spilapakka til okkar að gjöf síðasta vor. Þau höfðu að geyma fróðleiksmola úr fylkjum í Bandaríkjunum. Þegar ég fékk stokkinn í hendur þá sagði ég:

„þetta ætla ég að gera“.

Gefa út spil sem væru söluvæn vara og í leið eitthvað sem gaman væri að gefa og eiga.

Ég settist við eldhúsborðið og byrjaði að hugsa hvað ég gæti tekið fyrir. Vissi að það væri úr svo mörgu að moða og það var erfitt að velja. Ég valdi 52 punkta til að byrja einhvern veginn og koma þessu í gang áður en einhver annar fengi þessa hugmynd. Tók bara þetta helsta; lengstu ána, hæsta fjallið, stærsta manninn og bara eitthvað sem allir ættu að vita og það sem sumir vita ekki eins og að hér á landi eru meira en 600 mosategundir.

Hugmyndin fæðist í maí, varan komin í sölu í ágúst.

Það var aldrei vafi á hvern ég vildi velja til að fá til liðs við mig til að prýða spilin ljósmynd. Ragnar Axelsson, RAX, er auðvitað langflottastur í mínum huga. Ég held að það sé nú mitt lán að hafa fengið að nota hans verk í þessu öllu því hann er þekktur út um allan heim fyrir sínar myndir og verk og spilin eru í raun miklu dýrmætari að mínu mati fyrir að fá að hafa hans nafn á bakvið þau.

Hugmyndin kom í maí, í ágúst voru spilin komin í sölu enda var ég að gera útaf við alla sem unnu með mér því ég vann auðvitað ekki á normal hraða og allt bara á kvöldin með minni vinnu. En ef ég ætla mér eitthvað þá geri ég það, að minnsta kosti oftast.

Er þessi dæmigerði hrútur sem þarf að fara mínar eigin leiðir, á það auðvitað til að fara framúr sjálfri mér ákafinn verður svo mikill og oft örugglega erfitt að vinna með mér.

Spilunum hefur verið vel tekið og ég er svo þakklát fyrir það. Maður tekur auðvitað áhættu og ég bara gerði það. Þegar ég fékk fyrstu sendinguna úr prentun þorði ég varla að opna pakkann, var svo hrædd um að kannski væru spilin ekki eins og ég hafði hugsað mér en ég var með svo gott fólk með mér í vinnslunni, bara gullmola, og á þeim svo mikið að þakka fyrir að hvetja mig áfram.

Við munum halda áfram og endurnýja næstu útgáfu með nýrri mynd og endurbættum fróðleiksmolum. Þetta verður svo bara safngripur fyrir þá sem vilja eiga sem slíka.

Kerti og spil.

Þar sem ég er nett ofvirk þá langaði mig til að gera meira. Ákvað að gera „kerti og spil“. Þar sem mörg spilin geyma fróðleik um eldgos á landinu okkar þá skruppum við hjónin til Vestmannaeyja þar sem ég var að koma í annað sinn á minni ævi. Hef alltaf dáðst af þessari paradís og þar kom annar hluti af mínum uppvexti inn.

Við ferðuðumst mikið þrátt fyrir að vera stór fjölskylda. Fórum stundum á tveimur bílum upp um fjöll og firnindi. Pabbi þurfti alltaf að stoppa til að tína steina.

Hef sjálf gert það og fyrir mig að koma til Eyja og ganga um og upplifa söguna, þá bara varð ég að fara og tína mína eigin steina úr gosinu árið 1973. Fór með þá til konu sem ég hafði dáðst að fyrir það sem hún er að gera, fjöllistakonunnar Guðrúnar Ingólfsdóttur sem vinnur undir nafninu Gingo.

Ég fór með tvo steina og spurði hana hvort hún vildi gera fyrir mig kerti eftir þeim, sem hún gerði. Svo nú í lok nóvember höfum við komið í sölu kertum og spilum.

Það er svo gaman að finna hvað það er mikið af góðu fólki sem er til í að vinna með manni. Spilin eru bæði á ensku og íslensku. Í framtíðinni munum við þýða þau á fleiri tungumál. Það væri of langt mál að telja upp fólkið sem hefur stutt mig en ef minn maður hann Markús hefði ekki verið mér við hlið hefði ég ekki getað gert þetta.

Fyrsti sölustaðurinn okkar var Epal. Að fá tækifæri til að selja í því frábæra fyrirtæki var bara sönnun á því að við værum á réttri leið. Nú voru spilin að fara í sölu hjá WoW air. Viðurkenni að hjartað tók aukaslög og stoltið flæddi um mig þegar ég sá spilin á flyernum sem var að koma út.

Það er svo mikið af frábærum listamönnum, eins og t.d. RAX, sem við getum vel komið á framfæri á annan hátt en þau sjálf eru að gera. Við getum leyft fólki að fara frá fallega landinu okkar með minningar um þessa listamenn og vonandi sækja list þeirra á annan hátt í framhaldinu.

Ég er bæði stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að láta minn draum ræstast í því að kynna landið okkar á annan hátt og leiðinni fá útrás fyrir sköpunargleðinni og vonandi búa okkur til aukatekjur til að ferðast og heimsækja krakkana sem eru erlendis.Það er margar hugmyndir uppá borðinu og við ætlum að gefa okkur góðan tíma að vinna í þeim, enda bara aukavinna enn sem komið er hjá okkur.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina