Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Steingrímur, eða Denni eins og hann er oftast kallaður, hefur mikinn áhuga á tónlist, leiklist og myndlist. Hann kemur reglulega fram einn eða með öðrum, með gítarinn og spilar á hinum allskyns uppákomum. Hann hefur verið virkur meðlimur í Litla leikklúbbnum á Ísafirði síðustu 10 árin. Var í stjórn Litla leikklúbbsins í 5 ár og þar af 3 og hálft ár sem formaður. Hann var mikið á sviði fyrstu árin í hinum ýmsu tónlistarverkefnum með LL. En síðustu árin í framkvæmdastjórn og öðrum verkefnum.

Ásamt nokkrum Ísafirðingum kom hann að framleiðslu á vestfirskum tónlistarþáttum, þar sem vestfirskir tónlistarmenn voru heimsóttir og spurðir spjörunum úr.

Steingrímur heldur úti facebookhópnum "Aukaleikarar á Vestfjörðum". Þar sem mikil eftirspurn er oft eftir leikurum í hin ýmsu verkefni. Svo sem bíómyndir, auglýsingar og fleira á svæðinu.


Á daginn er hann bóksali og stýrir verslun Pennans Eymundsson á Ísafirði. Ásamt því rekur hann fjölskyldufyrirtækið Skipsbækur ehf, sem gefur út dag- og viðhaldsbækur fyrir skip.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina