Þórarinn Þeyr Rúnarsson

Young, talented drummer, co-founded Meistarar Dauðans.

  • Drums

(ENGLISH BELOW)

Þórarinn á tónleikum í Hörpunni

Þórarinn Þeyr er 11 ára og hefur spilað á trommur í tæp 7 ár. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Hlíðunum í Reykjavík. Hann, Albert og Ásþór, eldri bróðir hans, stofnuðu hljómsveitina Meistara Dauðans árið 2011 þegar hann var 8 ára. Bræðurnir hafa æft saman frá því að Þórarinn eignaðist trommusettið, þá nýorðinn 5 ára.

Þórarinn er virkur í lagasmíðunum en hann býr til og útsetur allan trommuleik og svo á hann einn texta á plötunni, "Skrímslið í garðinum".

Þórarinn í fríðum félagsskap Stóra-Hvells trommaranna 2014

Tónlistarnám

Þórarinn fékk inngöngu í Tónlistarskóla FÍH haustið 2014 þar sem hann sækir einkatíma. Hann þreytti inntökupróf um vorið eins venjan er og með því að vera tekinn inn varð hann yngsti nemandinn við slagverksdeildina frá upphafi og einn yngsti eða sá yngsti sem numið hefur við skólann.

Hér er hann með plaggið þar sem skólavist hans var samþykkt og eins og sjá má var hann nokkuð ánægður með að hafa náð inntökuprófinu.

Þórarinn tekur tónfræðihluta grunnprófsins í Listaskóla Mosfellsbæjar að auki. Þar spilar hann líka í samspili Ólafs Elíassonar með öðrum ungum tónlistarnemendum á aldrinum 12 til 14 ára. Hér er myndband frá æfingu fyrir jólatónleikana 2014 en þar spiluðu þau "Let Me Entertain You" með Robbie Williams en í því tekur Þórarinn alltaf impróvíserað trommusóló.

Hér er Þórarinn með þeim tveim trommuleikurum hafa kennt honum langmest. Það eru þeir Kristinn Snær Agnarsson tónlistarmaður og Erik Qvik tónlistarmaður og kennari í FÍH.

Af erlendum hljómsveitum heldur Þórarinn mest upp á Metallica, Led Zeppelin, Bítlana og Nirvana. Af íslenskum hljómsveitum eru Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Dimma og Skálmöld oftast í spilaranum.

John Bonham er í sérstöku uppáhaldi og á milli þess sem Erik fer með Þórarni í tækniatriði, ásláttaræfingar og fleira, þá renna þeir oft í fræga Zep-takta eins og Poor Tom og Communication Breakdown.

Athafnamaðurinn Birgir Jónsson, trommarinn í Dimmu er einnig aðdáandi Bonham. Dimma bauð Meisturum Dauðans að spila á all-ages tónleikum á Gauknum og eftir þá pósuðu trommararnir fyrir myndavélina og er þetta í eina skiptið sem náðst hefur "evil" mynd af Þórarni.

Skóli, sögur og júdó

Eins og bróðir sinn fæst Þórarinn við ýmislegt fyrir utan tónlistina og leggur hart að sér. Hann gengur í Hlíðaskóla og er gríðarlega ánægður. Þórarinn skrifar sögur og líkt og bróðir sinn er hann tvöfaldur Íslandsmeistari í sínum flokki í júdó. Hér er hann ásamt félögum sínum á verðlaunaafhendingunni á páskamóti JR 2014.

ENGLISH VERSION

Þórarinn performing at Harpa concert hall.

Þórarinn Þeyr is 11 years and has been playing the drums for almost 7 years. He lives with his family in the Hlíðar in Reykjavík. He, Albert and Ásþór, his older brother, founded the band Meistarar Dauðans in 2011 when he was 8 years. The brothers have practised together ever since Þórarinn got his first drum kit at the age of 5.

Þórarinn is an active song writer but he creates and arranges all drums in the band and in addition wrote the lyrics to one of the songs on the debut record, "Skrímslið í garðinum".

Same concert - Different perspective

Music studies

Þórarinn was accepted into the prestigious music school FÍH in the autumn 2014 where he gets private drum lessons. Like other applicants to the school he took an entrance examination in the spring before and since he got accepted he is the youngest student ever to study at the percussion department and one of the youngest or the youngest to study at the school.

Here is a picture of him with the acceptance letter and as you can see he was pretty happy about having passed the entrance exam.

In addition Þórarinn takes the musicology part of the first stage in the Mosfellsbær Art School "Listaskóli Mosfellsbæjar". There he plays in the rehearsal band of teacher Ólafur Elíasson with other young music students at the age 12 to 14. Here is a video from a rehearsal for the Christmas concert 2014 where they played the song "Let Me Entertain You" by Robbie Williams. Þórarinn always improvises a drum solo when playing it.

Here is a picture of the two drummers that have taught him the most. That is musician Kristinn Snær Agnarsson and Erik Qvick musician and teacher at FÍH.

Þórarins favourtie foreign bands are Metallica, Led Zeppelin, The Beatles and Nirvana. Of Icelandic ones it is Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Dimma and Skálmöld that Þórarinn likes the most.

John Bonham, the drummer from Led Zeppelin, is a special favourite and in between technical details, percussion lessons and more him and his teacher Erik Qvik often take famous Zep-beats like Poor Tom and Communication Breakdown.

The entrepreneur Birgir Jónsson, the drummer in the band Dimma is also a Bonham fan. Dimma invited Meistarar Dauðans to play at a concert for all ages in the Gaukurinn venue and on that occasion the two drummers posed for the camera. This is probably the only "evil" picture of Þórarinn ever taken.

School, writing stories and judo

Much like his older brother, Þórarinn spends time on many things besides music and works hard. He goes to the school Hlíðaskóli and is very happy there. He writes stories and is a double Icelandic national champion in his category in judo. Here is a picture of him and his friends at the Easter tournament at Reykjavík Judoclub in 2014.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina