Kristinn Björgúlfsson

481e2e50-8171-4be1-93ba-3fecb8bd953f.jpg


Kristinn Björgúlfsson heiti ég og er nýr þjálfari meistaraflokk karla hjá ÍR.


Ég lék upp alla yngri flokka hjá ÍR og á félaginu mikið að þakka. Innan vallar sem utan. Allir mínir bestu vinir koma úr ÍR og mér þykir afar vænt um félagið mitt. Nú er félagið í erfiðri stöðu og ég ákvað því að setja af stað söfnun til að hjálpa.


Staðan er mjög alvarleg hjá félaginu, því ákvað ég að fara nýjar leiðir til að afla fjár.


Ef þú ert tilbúinn í að styrkja okkur, þá skal ég lofa því sem þjálfari liðsins að þú verður ekki svikinn. Næsta tímabil skal ég sjá til þess að mínir drengir koma til að leggja líf og sál í að gleðja þig í Austurbergi.


Margt er í boði, allt frá því að styrkja okkur, kaupa árskort yfir í að þú gætir fengið að spila leik undir minni stjórn í Olís deildinni næsta ár. Eða viltu verða aðstoðarþjálfari minn í einum leik? Ég get líka orðið aðstoðarþjálfari þinn, ef svo ber undir.


Ég vill fyrirfram þakka öllum sem munu taka þátt í að styrkja okkur kærlega fyrir.


Hlakka til að sjá ykkur öll í Austurbergi næsta tímabil.Karolina Fund ehf © 2023 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina