Nú er ég í þann mund að reisa mér enn einn hurðarásinn um öxl í lífinu. Mig langar að segja ykkur frá því sem uppá getur komið í ferðum með túristana mína. Ég get þetta auðvitað ekki einn míns liðs heldur þarf ég góðan stuning frá ykkur.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€10,010

raised of €10,000 goal

0

days to go

151

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Oli Schram

Creator
  • Ég er fæddur í vesturbæ Reykjavíkur en frá unga aldri dvaldi ég í sveitinni frá maí lokum framundir október byrjun. Þar smitaðist ég af útrþrá og ferðagleði, hlustaði á fuglana og talaði við hundinn. Síðar á ævi minni gerði ég útiveru að mínu starfi og hef rekið ferðaþjónustu í tæp 30 ár.Ferðast um

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Höpp og glöpp

100%
  • Handrit
  • Fyrstu drög yfirlesin
  • Bókarkápa
  • Uppsetning
  • Prófarkalestur
  • Útgáfa!

Further Information

Fyrirtækið mitt, Fjallafari - Highlander fagnar 25 ára afmæli sínu þetta árið. Því ætla ég að reisa mér enn einn hurðaásinn um öxl. Ég ætla að gefa út bók. Það get ég auðvitað ekki einn míns liðs heldur þarf ég góðan stuðning frá ykkur.
Ég setti upp FB síðu og hef þar skrifað stöku grein, aðallega um atvik úr mínu lífi, s.s. um ferðir um byggðir og óbyggðir Íslands, hestaferðir, skondna daga með útlendingum á Íslandi, festur og bilanir, villur og vegleysur. Þetta hefur mælst vel fyrir og öðru hvoru fæ ég hvatningu um að halda þessum greinum til haga og safna þeim í bók. Nú er sú stund runnin upp.

Hvernig mér tóks að plata víni ofan í ameríska fjölskylu, fá leyfi hjá Þjóðgarðsverði til að skjóta fugla, hverning orðatiltækið Glatt á Hjalla varð til og hvernig það er að finnast of fljótt af björgunarsveitum!

Sögurnar mínar með höppum og glöppum hafa verið lestnar af fjölda fólks. Hver þeirra er örsaga, tvær til þrjár blaðsíður. En þær virðast vera vinsælar. Morgunblaðið hefur til dæmis vitnað fjórum sinnum í þessi skrif mín, tvisvar endurbirt nær orðrétt. Ég er auðvita lukkulegur með það.

Og eftir 5 ára skrif örlar enn á ábendingum um að safna þessu saman og binda inn.

Næsta skref er því að láta reyna á þessar hvatningar og nýta sér vinskapinn við ykkur.

Ég hef rætt við útgefanda. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ég birtist á skrifstofunni hjá honum, hefur þekkt mig fyrir aðra hluti en innivinnu og skriftir. Hann las tvær til þrjár greinar, sannfærðist og gerði mér tilboð. Þar er ég staddur í dag.

Nú er komið að ykkur að styðja mig í raun.

Brot úr sögu

Ég var eins og venjulega illa undirbúinn og þessi staðreynd, að ég ætti að læra dönsku kom mér algerlega í opna skjöldu. Ég að læra þetta hrognamál þessara bévítans Bauna. Ég var og er ekki vanur því að láta vaða yfir mig né læt ég ekki troða í mig einhverri vitleysu án samþykkis. Þarna var komið að þolmörkum, ég rétt nýorðinn 13 ára, klæddur í jakkaföt og með bindi í skólanum og nú átti ég að læra dönsku. Kennarinn var að vísu einhver sá skvísulegasti sem ég hafði séð. Kölluð Mússa, Sigrún Gísladóttir, hress, fögur og svo smart í tauinu að ég man það hreinlega ennþá. Þetta var nýtt fyrir mig því ekkert var um þvílíkt í Melaskólanum. Mér til afsökunar í þessu tilefni var að á þessum tíma var ég að öðlast skilning á mismun kynjanna. Mig langaði samstundis til að verða hennar nemandi, en þjóðernisstoltið braust um og ég gat ekki hugsað mér að læra dönsku. Nú jaja, þarna sitjum við, krakkarnir í bekknum, gapandi af undrun yfir öllum þessum kennurum og skrifum niður hvað á að gera í hverju fagi, en danska var of mikið fyrir mig.Ég rétti því upp höndina. Mússa leit á mig og spurði; Hvað heitir þú? Ég kynnti mig og sagðist hafa athugasemd við dönskukennsluna. Nú, hvað er það, við erum ekki einu sinni byrjuð ennþá sagði Mússa.

Ég ætla mér aldrei að nota dönsku, hata Dani og vil ekkert hafa með kunnáttu í þessu hrognamáli.

Brotu úr sögu:Svo kom sagan af steinbrúnni. Þar ætti ekki nokkur maður að voga sér yfir á hesti því hann væri feigur á næsta hálfa ári.” Nefndi Ásgeir þrjú dæmi um menn sem höfðu vogað sér yfir ríðandi en allir væru þeir dauðir hálfu ári eftir það. Ég sló í borðið, léti nú ekki segja mér svona vitleysu og sagðist myndu ríða yfir strax daginn eftir. Nei gerðu það ekki Óli þrábað Ásgeir. En ég trúi ekki á hindurvitni eða draugasögur og skeytti þessu engu.

Leið svo fram á kvöld og seint og síðar meir fórum við að tygja okkur til brottfarar, sérstaklega urðu samferðamenn mínir órólegir þegar þeir mundu eftir matarnefndinni og undirbúingi kvöldmatarins, sem ætti að öllu jöfnu að vera vel yfirstaðinn þetta seint um kvöldið. Nú jæja, það síðasta sem Ásgeir sagði við mig var þetta og neri sér um allt andlitið: Ef þú gerir þetta Óli minn, áttu eina von um að lifa af, en þá brotnar brúin! Við hlógum vel að þessari vitleysu og ég einna hæst.

Okkur var fagnað við komuna í Lambaskarðshóla, kertaljós og sungið og trallað fram eftir nóttu.

Daginn eftir var farið snemma af stað, hvert okkar með einungis einn hest því við ætluðum að brjótast inn Eldgjánna, alla leið að fossinum og svo ætlaði ég yfir brúna á Hrók mínum. Við gátum ekki riðið nema rétt inn fyrir ána þar sem hún bugðast um sjálfa gjána. Allt gekk þetta þó á endanum. Fólk fór af baki og beitti klárunum en ég teymdi Hrók upp brekkurnar og að brúarsporðinum.

Brot úr sögu:Við stoppuðum á ýmsum stöðum, fólk tók myndir og naut frelsisins eins og gengur í svona ferðum. Þau voru að jafna sig jafnt og þétt eftir veisluna kvöldið áður og eitthvað var af Heineken með í ferðinni. Ég var heppinn með sessunaut framí bílnum, ræðinn og skemmtilegur náungi. Hann naut líka Heineken í stríðum straumi. Hann var mjög áhugasamur um fjórhjóladrif og reyndar allt um drif og öxla, fjallabíla og ófærð.

Eftir um 3 tíma keyrslu komum við að vaði yfir Markarfljót. Niður við byggð er þessi á stórfljót en þarna uppfrá heldur saklausari, en þó stendur ógn af henni. Ég stoppaði bílinn, steig út og smellti framdrifslokunum í samband, Þetta gæti hafa verið hundraðasta skipti mitt yfir ánna og ég sá að hún var vel fær. Allt fólkið var komið að mér á árbakkanum og ég ákvað því að setja upp svolítið leikrit. Týndi nokkra steina og henti út í fljótið og var með því að mæla dýpt, enda sást ekki til botns. Ég spurði svo farþega mína hvað þeir héldu um dýpt. Ég fékk áhugaverðar ágiskanir og var ekkert að leiðrétta einn né neinn, heldur henti fleiri steinum og alltaf var giskað á dýpt. Ég lét svo gott vera og haskaði öllum upp í bílinn aftur, setti í lágadrifið og við mjökuðumst út í. Ég vissi alltaf að þetta yrði ekkert mál, en keyrði lötur hægt og valdi ekki grynnstu leiðina.

Þegar yfir var komið pústaði ég hressilega, tók bílinn úr lága gírnum, tók hann úr framhjóladrifi og strauk mér um ennið, eins og ég væri kófsveittur.

Sessunautur minn horfið á þetta, fékk sér sopa og var líka feginn því að við værum komin yfir. “Ertu feginn að við skulum hafa haft þetta”? spyrn hann, með bjórinn í hendinni. Ég snillingurinn ákvað að gera þetta að drama: “Þetta er náttúrulega brjálæði” sagði ég, “8 tíma gangur í næsta síma, við einbíla og hjálparlaus ef eitthvað kæmi fyrir, ekki manna vona þarna uppfrá fyrr en í júlí á næsta ári. “Þið Hollendingar eru kolvitlaust fólk, að vilja fara inn í óbbyggðir þetta seint á tímabilinu!” Ég lét þetta hljóma eins og hneikslanga og mér var unnt.

Vinur minn frammí hlustaði á mig, fékk sér sopa af bjórnum og leit á mig sagði:

“Þetta er eflaust allt rétt og satt hjá þér Óli”.

“En ég minnist þess ekki að það hafi verið vandamál að finna bílstjóra”!!

Kjaftstopp!

Brot úr sögu: “Birtan er ekki alveg nægjanleg fyrir myndirnar mínar, getur þú ekki gert eitthvað í þvi?”spurði Marylin. Ég er alvanur að fá svona beiðnir og svaraði því í anda spurningarinnar, og það með miklum handahreyfingum: ?“Því miður hef ég engin sambönd upp því allir mínir nánustu fara niður eftir dauða”.

Henni þótti þetta skemmtilegt svar og hló stundarkorn. Skyndilega tók bílinn á rás milli vegarkanta og það var eins og bæði framhjólin væru laus undir bílnum. Ég hægði á en leit upp og sá þá rykmökk stíga upp frá Ingólfsfjalli. Komið ofsa rok hugsaði ég, en ekki bærðist lauf á tré þar sem við vorum. Ég leit aftur upp og nú sá ég björgin flúga niður snarbrattar hlíðar fjallsins og áttaði mig að að hér hefði orðið jarðskjálfti!!! Ég leit á Marilyn og spurði:

“Veistu hvað þetta var?”

“Já ég veit það, jarðskjálfti, og ég kem ekki til með að biðja þig um frekari greiða Óli”

Stjórn Ungmennafélagssins kom ekki oft saman til ákvarðanatöku, heldur ákváðu menn böll eftir stemmningu, veðri, færð og vatnavexti eða ef þeir höfðu fellt hug til einhverrar sem væri líkleg að mæta þá á ballið.

Væri Skaftafellsá, Svínafellsá, Kotá og Kvíá færar var allt hægt, væru Lalli og Ari harmoníkuspilarar skyldulausir með kvöldvinnu, væri Jón í Austurbænum með Víponinn í lagi og Ingimundur á Hnappavöllum í góðu skapi, þá var látið vaða með auglýsingu.

Markaðssetning ballsins fór þannig fram að hringt var ein stutt á sveitalínunni, þá tóku flestir upp tólið og gátu heyrt hvað fram fór í símanum. Þetta átti við innbæina (Hofsnes, Malarás, Hof, Svínafell og Skaftafell). Önnur álíka hringing átti sér stað fyrir austurbyggðina, Hnappavelli og Kvísker. Ball var auglýst með því að sagt var hátt og snjallt í símann:

Það verður dansæfing í Fundarhúsinu í kvöld!!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€10,010

raised of €10,000 goal

0

days to go

151

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464