RÓÐARÍ er nýtt íslenskt leikrit eftir Hrund Ólafsdóttur í leikstjórn Erlings Jóhannessonar. Í sýningunni leika fjórar af þekktustu leikkonum þjóðarinnar um árabil og einn karl af yngri kynslóð. Við frumsýnum verkið í Tjarnarbíói 16. september næstkomandi og biðjum ykkur um hjálp á síðustu metrunum.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€201

raised of €2,000 goal

0

days to go

9

Backers

10% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

---Click for English description ---

Um hvað er Róðarí?

Þrjár systur og bróðir milli fimmtugs og sextugs ásamt móður þeirra á tíræðisaldri eru persónur Róðarís. Það hefur ekki verið mikið samband milli systkinanna sem telja sig hafa fundið sér stað í lífinu. Verkið gerist í Reykjavík nútímans en systkinin fæddust og ólust upp í sveit á Austurlandi. Þegar elsta systirin veikist alvarlega þurfa þau yngri að hittast og taka á málum. Aldraðri móður þeirra er flækt í málið og stóra spurningin er hverjir eiga að gera hvað. Eða er kannski ekki hægt að hjálpast að þegar sambandið hefur verið slitrótt í áratugi?

Hverjir leika í Róðaríi?

Margrét Guðmundsdóttir leikur Kristbjörgu Helgadóttur
Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur Sigríði Jónsdóttur
Guðbjörg Thoroddssen leikur Hrafnhildi Jónsdóttur
Halldóra Björnsdóttir leikur Snædísi Jónsdóttur
Kolbeinn Arnbjörnsson leikur Patrek Helga Jónsson

Frosti Friðriksson hannar og smíðar leikmyndina og hannar búningana.
Garðar Borgþórsson hannar hljóðmyndina
Erling leikstjóri hannar lýsinguna

Hvernig varð hugmyndin til hjá Hrund?

,,Árið 2005 var verið að æfa leikritið mitt Frelsi í Þjóðleikhúsinu. Ég hafði líka tekið þátt í höfundasmiðju Þjóðleikhússins nokkru áður og kynntist leikkonum sem þarna unnu en sáust sumar ekki mikið á sviði.
Ég hafði verið með hugmynd í maganum um nokkurt skeið; að leiksýningu um hvað gerist þegar einhver veikist alvarlega í fjölskyldu sem hefur lítil samskipti. Þarna, meðal nokkurra fremstu og reyndustu leikkvenna þjóðarinnar, fékk ég hugljómun um borðleggjandi leikrit fyrir leikkonur á miðjum aldri og fyrir þá áhorfendur sem sækja leikhúsin mest af öllum aldurshópum.”

Konur og leikhúsið

Það hefur lengi verið þekkt sem slæm þróun að miðaldra leikarar fá færri hlutverk en þeir sem yngri eru og alveg sérstaklega leikkonurnar. Hins vegar vita færri að samkvæmt könnunum og rannsóknum á því hverjir sækja leiksýningar, tónleika og aðra menningarviðburði í borgum Vesturlanda eru það konur yfir fertugu sem eiga vinninginn: 80%! Konurnar fara mest í leikhúsið og taka með sér maka, vini og hópa.

Hrund byrjar á leikritinu

,,Fyrir tveimur árum, í ágúst 2012, ákvað ég að láta slag standa, stofna sjálfstæðan leikhóp og sækja um lágmarksstyrki til að skrifa og koma leiksýningunni á koppinn. Ég skrifaði bakgrunnslýsingar og söguþráð, greinagerðir og persónulýsingarnar sem höfðu lifað með mér í rúmlega tíu ár!
Ég hringdi í leikstjóra, leikara og listamenn sem ég vildi hafa með mér í hópnum og til að gera langa sögu stutta tóku þau öll mjög vel í að vera með mér á umsókninni. Það sem var erfiðast var að búa til raunhæfa fjárhagsáætlun svo að ég skellti mér á námskeið hjá Auru – menningarstjórnun til þeirra Diddu og Signýjar og ég lærði að ég get farið með peninga og tölur! Svo fór ég á fullt við að skrifa leikritið, í haust-, jóla- og vetrarfríunum mínum. Ég er nefnilega kennari í fullu starfi.”

Mynd úr fyrsta leikriti Hrundar fyrir atvinnuleikhús; Frelsi,sem var sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins árið 2005.

Peningarnir og húsnæðið

Í janúar 2013 kom svar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að Auðlind – leiklistarsmiðja fengi rekstrarstyrk og laun frá sviðslistasjóði til að setja Róðarí á svið! Hægt yrði að borga listrænum aðstandendum lágmarkslaun og jafnvel gera eitthvað fleira. Þá var leitað að húsnæði (Norðurpóllinn sem samið hafði verið við var lagður niður sem leikhús), reynt að fjármagna betur og leitað að nýju listafólki því eitthvað helltist úr lestinni vegna anna . Og það var skrifað og skrifað og persónurnar lifðu æ sjálfstæðara lífi í höfði höfundarins. Þær kröfðust þess að komast út og fá rými sem þeim hæfði!

Leiksmiðjan

Í október fékk Auðlind lánað húsnæði og tvær leikkonur hjá Þjóðleikhúsinu í eina viku til að þróa Róðarí í leiksmiðju sem var haldin í gamla Dómhúsinu við Lindargötu. Við kunnum Þjóðleikhúsinu ævarandi þakkir fyrir. Margrét, Anna Kristín og Erling voru þegar í hópnum en Ragnheiður Steindórsdóttir var líka í hópnum með fyrirvara um leyfi frá Þjóðleikhúsinu. Svo bættist Edda Arnljótsdóttir í leiksmiðjuna. Þarna gerðist svo margt skemmtilegt og leikararnir voru dásamlega skapandi og með á nótunum við að gefa persónunum líf í lestri á fyrstu útgáfu, spuna og samræðum. Önnur útgáfa af handritinu var skrifuð og lögð í salt.

Tjarnarbíó

Í upphafi þessa árs varð það úr að við fengjum inni í Tjarnarbíói – miðstöð lista. Reykjavíkurborg hefur gert þriggja ára samning við Sjálfstæðu leikhópana, SL um að leikhópar fái aðstöðu í húsinu og það er mjög gaman að fá að taka þátt í nýju upphafi leikhússins. Það ríkir eldhugur í húsinu sem er suðupottur sviðslista og sköpunar og Róðarí verður fyrsta frumsýning leikársins 2013 – 2014!

Æfingar og undirbúningur

Á útmánuðum skrifaði Hrund handritið í þriðja sinn eftir góð ráð frá Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra sem var svo vinsamleg að lesa yfir og ræða við höfundinn á góðum kaffihúsafundi. Hrund höfundur og Erling leikstjóri hittust á nokkrum fundum.
Leikararnir mættu á fyrsta samlestur 23. maí, við æfðum í fjórar vikur í vor og byrjuðum svo aftur eftir sumarfrí 11. ágúst síðastliðinn; í leikmyndinni hans Frosta sem hafði unnið hörðum höndum að grunnleikmynd. Okkur fannst hún mjög flott og vel viðeigandi. Garðar Borgþórsson sendir okkur hljóðdæmi. Grafíski hönnuðurinn Arnór Bogason bjó til vefsíðuna rodari.is og hannaði plakatið sem ætlunin er að þekja bæinn með. Hörður Sveinsson tók ljósmyndir og Guðlaugur Jón Árnason er að búa til myndband. Júlía Hannam leggur á ráðin í markaðs- og fjármálunum, talar við fjölmiðlafólk og aðstoðar við æfingar, leikmuni, búninga og allt sem gera þarf. Sigrún Gyða Sveinsdóttir sendist og dútlar við leikmuni og búninga. Leikarar prófa búninga og bæta við persónulegum leikmunum. Sviðsmaður hefur verið ráðinn.
Erling leikstjóri er líka handritsráðunautur eða dramatúrg. Hann er gimsteinn okkar leikhúsfólks í að vinna með leikurum í nýjum verkum. Og það er púslað og púslað!

Fjármálin, við og þið

Við reynum eins og við getum að hafa sýninguna ódýra en hlutirnir kosta sitt og okkur langar mikið til að borga hópnum aðeins meiri laun. Þess vegna biðjum við ykkur um að hjálpa okkur og fá að launum áritaðar leikskrár, miða á sýninguna, spjall við leikstjóra og leikara yfir súpu í Tjarnarkaffi og jafnvel að koma á æfingu hjá okkur!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€201

raised of €2,000 goal

0

days to go

9

Backers

10% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464