3 diska tónlistarútgáfa sem spannar 60 ára tónlistarferil Agnesar Löve píanóleikara.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,361

raised of €2,300 goal

0

days to go

41

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Agnes Löve

Pianist
Ég hef verið píanóleikari í 60 ár, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, skólastjóri tónlistarskóla Rangæinga og tónlistarskóla Garðabæjar.
  • Skólastjóri

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Recording

100%
  • Recording
  • Mixing
  • Mastering

Album

100%
  • Design
  • Package

And finally

100%
  • Financing via Karolina Fund
  • Production and Release
  • Send rewards to supporters

Further Information

Mynd: Agnes Löve 1972

Mynd: Agnes Þorsteins

Agnes Löve – tónlistarferill í 60 ár.

Ég heiti Agnes Löve og er píanóleikari. Ég ætla nú að gera úttekt á lífi mínu með því að gefa út 3 CD með gömlum og nýjum upptökum. Sú elsta er frá 1954, en sú yngsta frá því í febrúar á þessu ári. Það er upptaka á tónleikum, sem ég hélt með sonardóttur minni, Agnesi Þorsteins, sem er að læra söng í Vínarborg. Þetta voru hennar fyrstu opinberu tónleikar, og fékk hún mikið lof fyrir þá.

Þess má geta hér, af því að Íslendingar hafa svo gaman af ættfræði, að kennari Agnesar Þorsteins í Vínarborg, Prof. Regine Köbler, er dóttir eins af kennurum mínum í Leipzig, Prof. Roberts Köbler.

Ég byrjaði í tónlist 8 ára, það var árið 1950, og lærði bæði á píanó og fiðlu. Ég hef verið í tónlist alla tíð síðan, en það eru nú orðin 64 ár.

Árið 1954 var gerð fyrsta upptakan þar sem ég leik einleik á píanó, þá 12 ára gömul, verk eftir J.S. Bach og F. Schubert, og var upptaka þessi flutt í barnatíma útvarpsins.

Á því herrans ári 1960, fór ég til framhaldsnáms í Þýskalandi, nánar tiltekið til Leipzig, en þar höfðu frægir Íslendingar stundað nám, t.d. Jón Leifs og Páll Ísólfsson. Þá voru liðin 15 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, og Evrópa bar þess sannarlega merki.

Í Leipzig var ég í 7 ár, eignaðist báða syni mína, og lauk námi í píanóleik árið 1965. Kom síðan til Íslands og hef síðan haft lifibrauð mitt af tónlistariðkun. Ég hef verið tónlistarkennari, skólastjóri tónlistarskóla Rangæinga og tónlistarskóla Garðabæjar, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, verið einleikari og leikið með öðrum, bæði söngvurum, hljóðfæraleikurum og með Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að gera eiginlega allt sem til hefur fallið.

Á diski nr. 1 verða upptökur á einleiksverkum, sem ég hef tekið upp í gegnum tíðina hjá RÚV,
Á diski nr. 2 verða upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og fiðlusónata eftir Grieg, þar sem fiðuleikari er Helena Mennander frá Finnlandi.
Á diski nr. 3 verða tónleikar okkar Agnesar Þorsteins frá því 15. febrúar s.l., þar sem við flytjum íslensk og erlend lög ásamt óperuaríum.

Mynd: Agnes Löve í Leipzig 1961 með foreldrum sínum Þorsteini og Hólmfríði

60 Years of Classical Music in Iceland

My name is Agnes Löve and I am an Icelandic pianist. I would like to release a collection of recordings to reflect a lifetime of musical achievement, by releasing 3 CDs of my old and new recordings.
I began my musical career at the age of eight, in 1950, studying both the piano and the violin. I have been devoted to classical music ever since, for 64 years now.
In 1960 I went to study music in Leipzig in Germany where famous Icelanders had studied, such as Jón Leifs and Páll Ísólfsson. I spent 7 years in Leipzig, had two sons and completed my piano studies in 1965.
After returning to Iceland I have been earning my living as a classical musician. I have been a music teacher, Director of the Music School Rangæinga and the Garðabær Music School and Music Director of the National Theatre of Iceland. I have performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and also worked as a piano accompanist with singers and instrumentalists as well as participated in numerous other musical events.
The oldest recording is from 1954 when, at the age of 12, I performed works by J.S. Bach and Franz Schubert as a piano soloist. The newest recording is from February this year and features the concert I gave together with my granddaughter Agnes Þorsteins. Agnes is studying singing in Vienna and this was her first official concert for which she received much praise.
Since Icelanders enjoy genealogy, I would mention that the teacher of Agnes Þorsteins in Vienna is Prof. Regine Köbler, who is the daughter of my former teacher in Leipzig, Prof. Robert Köbler.
Disc 1 will include the recordings of my solo performances, recorded over time at RÚV, the Icelandic National Broadcasting Service.
Disc 2 will include the recordings made with the Iceland Symphony Orchestra and a violin sonata by Grieg, featuring the violinist Helena Mennander from Finland.
Disc 3 will contain the recording of the concert given by us, “the two Agneses”, held on 15 February 2014, during which we performed songs by Icelandic and foreign composers, together with opera arias.
The set would be a three audio CDs release that spans the 60-year musical career of the pianist Agnes Löve.
I would appreciate your backing in making the release of the collection possible.

Mynd: Agnes Löve og hundurinn Snóker í Akraseli

Mynd: Agnes Þorsteins í sveitinni hjá ömmu Agnesi

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,361

raised of €2,300 goal

0

days to go

41

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464