An ordinary person suddenly becomes a member of parliament in Iceland and shares her experiences in a new book about post-crash politics.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,049

raised of €2,500 goal

0

days to go

128

Backers

162% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Margrét Tryggvadóttir

Writer
Rithöfundur, bókmenntafræðingur, ritstjóri og fyrrverandi þingmaður.
  • Political Consultant
  • Picture and Editorial Reasearcher

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Bókaskrif

100%
  • Upplifa söguefnið
  • Skrifa bókina
  • Ritstjórn og annar yfirlestur
  • Tilboð í prentun

Framleiðslustig

100%
  • Umbrot
  • Kápuhönnun
  • Lokayfirlestur
  • Prentun

Markaðssetning og sala

100%
  • Útgáfuhóf
  • Dreifing á sölustaði
  • Sala á bókasöfn
  • Kynning og auglýsingar

Further Information

--- Icelandic description below ---

After the "Pot´s and Pans Revolution" I became a member of parliament during a very special period of Iceland´s history. Some things went well while other did not. We still have a lot to do and a lot to learn. I feel it is my moral duty to share my experience and the things I learned with others, especially those I was working for, the people of Iceland.

For me, writing is a natural way of processing and understanding so write a book about my time as a member og Alþingi felt like the right thing to do. Now I need funding to finish the project, print and sell the book.

Venjuleg manneskja sem datt inn á þing fyrir Borgarahreyfinguna í kjölfar hruns og upplausnar talar umbúðalaust um reynslu sína, lærdóminn, trúna á verkefnið og þá dómadagsvitleysu sem íslensk stjórnmál geta verið.

Þessi bók geymir ekki algildan sannleika. Hún greinir frá atburðum eins og ég upplifði þá á árunum 2009-2013, eins og ég skráði þá hjá mér jafnóðum og eins og ég man þá. Og ég er ekki hlutlaus áhorfandi heldur þátttakandi í umróti og átökum. Einhverjir munu hafa aðra sýn og myndu örugglega skrá þessa sögu með öðrum hætti. En þetta er sagan mín og mér fannst ég verða að segja hana, ekki bara til að skrá niður minn þátt í merkilegu tímabili Íslandssögunnar fyrir sjálfa mig og mína nánustu, heldur svo hægt sé að læra af henni á næstu árum. Við eigum nefnilega margt eftir ólært og ógert.

Tíminn frá hruni hefur verið erfiður og oft hundleiðinlegur. Ég nennti þó auðvitað ekki að skrifa leiðinlega bók! Þrátt fyrir allt er lífið nefnilega dásamlegt og ævintýrin til þess að taka þátt í þeim. Lesendum er boðið með í pólitíska óvissuferð þar sem þeir fá að kynnast bæði því besta og versta sem íslensk stjórnmál hafa upp á að bjóða. Stundum er sagt að það sé sami rassinn undir öllum þingmönnum. Það er ekki satt. Á Alþingi kynntist ég fólki sem ég myndi treysta fyrir lífi mínu. Og öðrum sem ég myndi ekki treysta fyrir horn.

Upplausn hefur einkennt stjórnmál á Íslandi síðustu árin. Flokkakerfið er að molna og nýjar víglínur að myndast. Mörkin á milli vinstri og hægri eru óskýrari og baráttan stendur um eitthvað allt annað. Stundum virðast menn bara vera að kljást af gömlum vana. Það eru ekki bara gömlu flokkarnir sem eru að molna. Upplausnarástand hefur líka ríkt innan nýju stjórnmálaaflanna, allavega sumra. Eftir á að hyggja var Borgarahreyfingin dæmd til að springa í loft upp, til stofnunar hennar var ekki vandað í upphafi enda tíminn af skornum skammti. Auk þess kom þar saman allt reiðasta fólkið á Íslandi. Margt af því sem á eftir kom gekk einnig brösulega en annað vel og af því er mikilvægt að draga lærdóm.

Ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir að það væri hálfgerður sjálfsmorðsleiðangur að fara út í stjórnmál eftir hrunið. Verkefnin voru svo risavaxin að ljóst var í upphafi að ekki tækist að greiða úr þeim öllum á einu kjörtímabili. Og þeir sem tækju að sér að leiða ríkisstjórn á svona tímum kæmust vart lifandi frá því verkefni. Afhroð stjórnarflokkanna í kosningunum 2013 var skrifað í skýin 2009. Það sem ég sá ekki fyrir var hve þinginu gekk illa að vinna saman, hvernig það tapaði sér aftur og aftur í barnalegum leikjum sem snérust ekki um að byggja upp og gera samfélagið betra heldur hnekkja á andstæðingnum í leiknum. Í upphafi kjörtímabilsins tókust menn á í pontu en voru svo félagar í matsalnum en undir lokin ríkti stríðsástand þar sem engu var vægt og raunveruleg illindi voru manna á milli. Svo hægt sé að vinda ofan af því og taka upp betri vinnubrögð í þinginu verðum við að skilja hvernig þetta gat orðið svona. Ég ber mína ábyrgð í því og mér finnst mér bera skylda til að miðla henni áfram og býð þér að taka þátt í því verkefni.

Textabrot úr bókinni

Upphafið

Síminn hringdi. Ég leit á klukkuna, hún var rétt að skríða í fimm að morgni. Heima hjá mér heitir það mið nótt og þegar hringt er á þessum tíma sólarhrings dettur manni helst í hug að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir, einhver veikst eða jafnvel dáið.
Ég skrölti framúr og rétt náði að svara.
„Halló?“
„Er það Margrét Tryggvadóttir?“
„Humm, já.“
„Já, þetta er á fréttastofu RÚV, okkur langaði að fá stutt viðtal við nýja þingmanninn.“
„Ha?“
„Samkvæmt nýjustu tölum ertu komin á þing, þú vissir það, er það ekki?“

Ég hafði ekki haft hugmynd um það enda búin að sofa á mínu græna eyra alla nóttina. Næsta morgun þurfti ég nefnilega að vakna snemma til að læra að lyfta lóðum í Reykjanesbæ.

Eftir afar ruglingslegt samtal við Brodda Broddason í beinni útsendingu fór ég í tölvuna mína, fletti upp niðurstöðunum og tók skjámynd til að geyma. Þetta hlaut að breytast þegar búið væri að telja upp úr öllum kössum. Sennilega vantaði tölur frá Vestmannaeyjum. Ég náði ekki að heimsækja Eyjar í kosningabaráttunni og taldi hvort sem væri sénslaust að einhver þar myndi vilja kjósa mig sem vildi innkalla kvótann og það strax. Svo fór ég aftur að sofa. Þegar ég vaknaði um morguninn var enn ekki búið að telja allt en ég var enn inni. Í Keflavík lyfti ég í réttstöðu og bekk á milli þess sem ég svaraði í símann sem hringdi linnulaust. Þegar allt hafði verið talið var ljóst hvað framundan var hjá mér. Í bílnum á leiðinni heim hringdi blaðamaður mbl.is og hafði það eftir mér að mér fyndist nýja starfið ekkert merkilegra en önnur störf. Þau ummæli ollu töluverðu fjaðrafoki þar sem lítil hefð var fyrir því að þingmenn tjáðu sig um starf sitt svo óvirðulega. Það var nú ekki í síðasta sinn sem einhverjum fannst ég segja eitthvað sem ekki hæfði þingmanni.

Hrunið
Þegar allt hrundi haustið 2008 tók ég því furðu persónulega. Ég upplifði hrunið sem árás á mig og mitt líf, fjölskylduna mína, atvinnu okkar, lífstíl og síðast en ekki síst tilraun til að hafa af mér heimilið mitt. Og þetta ætlaði ég ekki að líða. Mér fannst eins og allt okkar líf hefði fram til þessa verið byggt á lygi. Okkur hafði verið sagt að við værum ríkasta þjóð í heimi. Allar forsendur sem við gáfum okkur fyrir stóru ákvörðununum, eins og hvar við ætluðum að búa og hvað það myndi kosta, hvað við ættum og hvað við skulduðum, voru byggðar á blekkingu, spunnar upp af viðskiptalífinu með dyggri aðstoð stjórnvalda.

Mér fannst ég ekki bera ábyrgð á því sem gerðist, ég sá það ekki fyrir og ég hefði örugglega breytt með öðrum hætti ef ég hefði haft þær upplýsingar sem við vitum nú að stjórnvöld höfðu um stöðu mála. Við eigum að geta treyst stjórnvöldum, þau eiga að vinna fyrir fólkið í landinu, ekki sérhagsmunaöfl. Og þeim ber að segja okkur satt og rétt frá. Alltaf.
Ég vil búa á Íslandi og ég vil að börnin mín geti fengið að vaxa og dafna með stórfjölskyldunni og vinum sínum, menntað sig og átt hér gott líf. Ég vil geta hitt allt fólkið mitt hvenær sem er. Og ég vil ekki búa við reiði og upplausnarástand lengur en nauðsynlegt er. Þess vegna gaf ég sjálfri mér það loforð, fljótlega eftir að allt hrundi, að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að laga landið mitt. Koma hlutunum í þann farveg að hér væri búandi án þess að vera með sting í hjartanu. Og til þess þurfti klárlega róttækar breytingar og nýtt fólk í áhrifastöður.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,049

raised of €2,500 goal

0

days to go

128

Backers

162% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464