Sykurverk Café er kaffihús og veisluþjónusta á Akureyri sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur, en til þess að anna eftirspurn og þurfa m.a. ekki að vísa fólki frá þegar þeim langar að panta fallega köku, þá þurfum við að stækka vinnusvæði, veitingasal, tæki og tól sem og bæta aðgengi til muna.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€6,175

raised of €6,000 goal

0

days to go

78

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sykurverk Café - nýtt húsnæði

33%
  • Gera rekstraráætlun
  • Finna nýtt húsnæði
  • Hanna húsnæðið
  • Sækja um rekstrarleyfi
  • Fjárfesta í innréttingum
  • Fjárfesta í útihúsgögnum
  • Fjárfesta í stærri hrærivél
  • Fjárfesta í öðrum ofni
  • Mála
  • Innrétta
  • Flytja
  • Opna nýja glæsilega staðinn okkar

Further Information

Hvað bjóðum við upp á?

Sykurverk er veisluþjónusta og fjölskylduvænt kaffihús á Akureyri með góðu barnahorni og spennandi veitingum.
Við bjóðum upp á fjölda af alls kyns spennandi og áður óséðum bragðtegundum af kökum, makkarónum og cupcakes sem og klassískar brauðtertur, skonsutertur, rjóma- og marengstertur sem er hægt að njóta á staðnum eða taka með sér heim. Einnig bjóðum við upp á crêpes, allskyns barnabita og vegan valkosti.
Við leggjum mest upp úr veisluþjónustunni okkar sem eru aðallega veislukökur s.s. fyrir afmæli, brúðkaup, fermingar o.þ.h. Einnig viljum við gera allar kökurnar okkar eftir óskum hvers og eins, hvað varðar útlit sem og bragð eins viljum við veita öllum persónulega þjónustu og ráðgjöf í pantanna ferlinu. Allt sem að við bjóðum upp á er framleitt á staðnum, með okkar eigin uppskriftum sem við höfum hannað sjálfar.

Sagan okkar

Hugmyndin byrjaði á þann veg að Karolínu langaði að gleðja fólk með að útbúa kökur eftir óskum, fékk síðan óvænt tilboð um húsnæði sem var of stórt bara fyrir veisluþjónustu og ákvað hún þá að taka systur sína Þórunni og mömmu sína Helenu með sér í lið og fara í málið fyrir alvöru, að stofna veisluþjónustu OG kaffihús.

Hvers vegna þurfum við aðstoð?

Eitt vandamál hefur komið upp hjá okkur og það er plássleysi. Fyrir okkar frábæru framleiðslu sem hefur fengið svo æðislegar viðtökur er fátt sem stoppar okkur í að geta veist við öllum veislupöntunum sem koma til okkar, en þar stoppar okkur plássleysið. Því miður þurfum við oft að vísa fólki frá vegna þess að við getum ekki tekið að okkur fleiri pantanir þar sem að plássið okkar og tækin eru of lítil. Því langar okkur að flytja framleiðsluna og kaffihúsið úr því húsnæði sem við erum í núna og flytja reksturinn yfir í nýtt og betra húsnæði sem getur haldið staðnum gangandi um ókomna framtíð, þar sem við teljum rektsurinn okkar ekki ganga lengur í svo litlu rými og við teljum að Sykurverk geti blómstrað ef plássið er nægt.

Hvað hefur nýja húsnæðið upp á að bjóða

Nýja húsnæðið sem við höfum tekið á leigu er með:
- Stærra eldhúsi
- Snyrtilegra og betra aðgengi fyrir viðskiptavini
- Bílastæði nálægt staðnum
- Enn betra aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól
- Stærra útisvæði, þar sem viðskiptavinir geta notið sólríkra daga úti í sólinni með veitingarnar sínar við þægileg útihúsgögn.

Hvað með kaffihúsið?

- Á nýja staðnum ætlum við að bjóða upp á okkar vinsælu crêpes allan daginn og út kvöldið. Eins og er höfum við einungis boðið upp á matar crêpes í hádeginu en með auknu rými langar okkur að kaupa aðra crêpes pönnu og bjóða þá upp á þau allan opnunartímann okkar sem verður frá kl. 11:30-22:00.
- Kremið á kökunum okkar er lang best við stofuhita, en eins og staðan er núna er kremið oft kalt þar sem kökurnar eru í kælum vegna skorts á borðplássi. Á nýja staðnum geta kökurnar verið í þar til gerðum skáp en ekki kæli þannig að kremið verður lungamjúkt og æðislegt!
- Einnig verða nýjir og spennandi kokteilar í anda sykurverks, meira um það síðar......
- Mjólkurhristingarnir okkar fá uppfærslu og verða enn ljúffengari.

Hvenær er stefnan á að flytja?

Við vonumst til þess að geta flutt í síðasta lagi fyrir jól.

Hvað þurfum við aðstoð með?

Að flytja í nýtt og stærra húsnæði er kostnaðarsamt þar sem nýja húsnæðið okkar er nú tómt. Kostnaðurinn er mikill við að koma upp öllum innréttingum og tækjum sem við þurfum á að halda, og okkur langar því að athuga hvort vilji er fyrir að aðstoða okkur við flutnings- og framkvæmdakostnað. Við höfum brennandi áhuga á okkar starfi og við erum gríðarlega spenntar fyrir að halda áfram að þjónusta bæjarbúa með okkar dýrindis kökulistaverkum!

Takk fyrir stuðninginn, við hlökkum til að sjá ykkur á nýja, fallega staðnum okkar!

Fleiri myndir og upplýsingar um okkur eru að finna á sykurverk.is

ATH!*Þakkargjafir miðast við að vera sóttar eftir opnun á nýja glæsilega kaffihúsinu okkar*

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€6,175

raised of €6,000 goal

0

days to go

78

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464